Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Núvitund og nægjusemi færa okkur lífshamingju

Svar­ið við efn­is­hyggju og neyslu­áráttu sem tek­ur völd­in í sam­fé­lag­inu í að­drag­anda jóla felst í nú­vit­und og nægju­semi „Ham­ingj­an kem­ur inn­an frá,“ seg­ir Þuríð­ur Helga Kristjáns­dótt­ir nú­vit­und­ar­kenn­ari, sem lum­ar á ein­föld­um ráð­um til að kom­ast í gegn­um neyslu­há­tíð­ina sem er fram und­an.

Núvitund og nægjusemi færa okkur lífshamingju
Að lifa í núinu Núvitund er hægt að stunda hvar og hvenær sem er og krefst nær engrar fyrirhafnar. Þuríður Helga Kristjánsdóttir forðast verslanamiðstöðvar á aðventunni og beitir núvitund og nægjusemi til að komast í gegnum neysluáráttu og efnishyggju sem einkennir samfélagið. Mynd: Aðsend

„Núvitund hefur reynst mér mjög vel, þetta er ákveðin hugleiðsluaðferð, ég get stundað núvitund hvar og hvenær sem er,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, núvitundarkennari og ráðgjafi. Í vikunni fjallaði hún um tengsl nægjusemi og núvitundar í erindi á vegum Landverndar og Grænfánans. Tilefnið er Nægjusamur nóvember, hvatningarátak Landverndar og mótsvar við neysluhyggju sem nær hámarki í aðdraganda jóla. Jólaverslun færist sífellt framar og er nóvember orðinn einn neysluríkasti mánuður ársins með svörtum föstudegi og netmánudegi svo fátt eitt sé nefnt.  

Núvitund er leið til að efla vellíðan með því að beina athygli að líðandi stund, hugsunum og líðan. „Þetta er þægileg tækni og aðferð sem nýtist manni við virka hlustun, að ná innri ró og ná betri tökum á streituvaldandi aðstæðum,“ segir Þuríður, sem líkir núvitund við að stilla sinn innri áttavita. Hún hefur stundað jóga og hugleiðslu um árabil en fyrir fjórum árum ákvað hún að stíga skrefinu lengra og skráði sig í núvitundarkennaranám við Bangor-háskóla á Bretlandi. Þuríður hefur einnig sótt námskeið hjá Núvitundarsetrinu og lokið núvitundarmiðuðu sjálfbærninámi þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni og hvernig núvitund getur aukið nægjusemi. 

NúvitundÞuríður Helga Kristjánsdóttir kennir núvitund þar sem hún kennir meðal annars æfingar sem styrkja gildi á borð við þakklæti, samkennd og nægjusemi.

Að tengjast því sem veitir raunverulega hamingju

Núvitund og nægjusemi eru nátengd og koma sér vel til að bregðast við áreiti eins og myndast í samfélaginu í aðdraganda jóla þegar tilboðunum rignir yfir neytendur. „Það er verið að segja okkur að okkur vanti eitthvað, að við séum ekki nóg. Það er alltaf verið að segja okkur að eitthvað annað sé eftirsóknarverðara en akkúrat það sem við höfum,“ segir Þuríður. Með því að beita núvitund og einblína á gildi sem færa okkur lífshamingju er hægt að bregðast við áreitinu. „Auglýsendur eru að spila inn á tilfinningalífið okkar. Ef maður er í virkum tengslum við sitt innra tilfinningalíf á maður auðveldara með að koma auga á hvernig er verið að reyna að spila með mann. Með núvitund og nægjusemi getum við sett meiri fókus á þau gildi sem færa okkur lífshamingju.“ 

„Það er alltaf verið að segja okkur að eitthvað annað sé eftirsóknarverðara en akkúrat það sem við höfum

Með því að tileinka sér núvitund er hægt að öðlast nægjusemi. „Núvitundin sýnir fram á að hamingja kemur innan frá, þú finnur það mjög sterkt. Þetta er ákveðinn áttaviti, að tengjast sjálfum sér, tengjast því sem raunverulega veitir manni hamingju,“ segir Þuríður. Ein af megináherslum núvitundar er sátt. „Það er svo oft sem við viljum að hlutirnir séu öðruvísi. Með núvitund erum við að temja okkur æðruleysi gagnvart aðstæðunum. Jafnframt kemur núvitundin með ákveðna samkennd. Ef við erum í erfiðum aðstæðum lærum við inn á það hvernig við getum fengið meira hugrekki til að takast á við erfiðleika.“ 

Núvitund býr einnig til ákveðið bil á milli áreitis og viðbragðs. „Það er það sem við erum að reyna að lengja með ástundun núvitundar. Þú verður fyrir einhverju áreiti og svo bregstu við því áreiti. Við erum að reyna að lengja þetta bil svo við getum tekið meðvitaðar ákvarðanir. Þannig erum við ekki að bregðast ósjálfrátt við áreiti, við erum að reyna að draga úr því,“ segir Þuríður. 

Okkur vantar ekki neitt 

Þegar kemur að nægjusemi hefur það gagnast Þuríði að ímynda sér hlutinn sem hún ætlar að kaupa sem rusl. Það kann að hljóma einkennilega en hún útskýrir þetta þannig að einhvern tímann verður hluturinn fyrir henni. „Okkur vanhagar ekki um allan þennan óþarfa sem dynur á okkur. Þegar við höfum eignast hlutinn er hann eftir skamma stund orðinn rusl eða farinn að íþyngja okkur.“ 

Hún tekur dæmi um snyrtivörujóladagatal, en markaður fyrir jóladagatöl, fyrir börn og fullorðna, hefur vaxið gríðarlega síðustu ár. „Við erum svo oft að borga fyrir toppinn á ísjakanum og svo eru aðrir búnir að strita fyrir þessu. Þegar maður veltir uppruna hlutarins fyrir sér þá eru auðlindirnar sem hafa farið í innihaldið gríðarlegar. Það eru ekki bara efnasamböndin í snyrtivörunum, það er plastið, umbúðirnar og flutningurinn. Svo kemur þetta til þín og kannski vantar þig þetta raunverulega ekki. Sóunin er er orðin rosalega á öllum stigum og þú ert orðinn þátttakandi í því að einhver vann fyrir einhverju sem endar jafnvel bara í ruslinu.“ 

Jóladagatöl séu þannig einnig skýrt dæmi um stöðuga efnishyggju og neysluáráttu í samfélaginu. „Við erum orðin svo aftengd hvaðan vörur koma og hvert þær fara. Þær koma til okkar í fallegum umbúðum og auglýsendur segja að við eigum þetta skilið. Við erum hluti af þessari keðju af því að við neytum vörunnar og það er ekki bara nóg að flokka hana rétt. Það er svo lítill hluti lífsferils vörunnar.“

Nægjusöm og umhverfisvæn jól

Nægjusemi skiptir Þuríði miklu máli og hún vill breiða út boðskapinn. „Ég vil sýna gott fordæmi innan fjölskyldunnar, vinahópsins og vinnustaðarins og tala um þetta. Það er svo mikil réttlæting í gangi gagnvart því að kaupa. Það er ákveðin snilld sem auglýsendur hafa gert að telja okkur trú um að við eigum þetta skilið. Stundum finnst manni eins og maður eigi við ofurafl að etja. En ég veit að það eru margir sem finna þetta á eigin skinni, að þetta er óþarfi, þetta er ákveðin sóun.“

Nægjusemi og núvitund eru leiðarstef Þuríðar alla daga en ekki síst á aðventunni. „Ég reyni að forðast verslanamiðstöðvar og auglýsingabæklinga af því að ég veit að þetta hefur áhrif á mig, ég reyni meðvitað að forðast þetta áreiti. Ég hef gert það undanfarin jól að vera með annaðhvort heimatilbúna vöru eða umhverfisvæna vöru og gefa í jólagjöf, hvort sem það er matarkyns, krydd eða eitthvað slíkt, eða vöru sem ég kaupi af aðila sem ég veit að er með ábyrga framleiðslu.“ 

Jólin á heimili Þuríðar verða eins umhverfisvæn og mögulegt er. „Það er hugarfarið, hvort sem það er út frá umhverfissjónarmiðum, fjárhagslegum sjónarmiðum eða mannúðarsjónarmiðum. Það er leiðarljósið.“

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GG
    Guðmundur Guðmundsson skrifaði
    „Ég reyni að forðast verslanamiðstöðvar og auglýsingabæklinga af því að ég veit að þetta hefur áhrif á mig, ég reyni meðvitað að forðast þetta áreiti.“

    „Okkur vanhagar ekki um allan þennan óþarfa sem dynur á okkur. Þegar við höfum eignast hlutinn er hann eftir skamma stund orðinn rusl eða farinn að íþyngja okkur.“

    „Auglýsendur eru að spila inn á tilfinningalífið okkar.“

    „Það er verið að segja okkur að okkur vanti eitthvað, að við séum ekki nóg. Það er alltaf verið að segja okkur að eitthvað annað sé eftirsóknarverðara en akkúrat það sem við höfum,“
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár