Það var fast skotið í líflegum kappræðum Heimildarinnar en það er óhætt að segja að Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hafi látið sína gömlu félaga fá það óþvegið í kappræðunum.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og fyrrverandi umhverfisráðherra, gagnrýndi Viðreisn og Samfylkinguna fyrir að standa ekki nægilega vörð um umhverfisvernd.
„Báðir þessir flokkar hafa færst yfir í það, í umhverfis- og náttúruverndarmálum, að vilja virkja meira og meira, án þess að koma með mótvægi sem við verðum alltaf að horfa til í orkumálum, og það er auðvitað náttúruverndin,“ sagði Guðmundur.
Andrés Ingi, þingmaður Pírata, gerði fljótt athugasemd við þennan málflutning og kom Viðreisn og Samfylkingunni til varnar.
„Ég bara má til með að bregðast við þessu sem við heyrum frá Vinstri grænum, sem eru að hræða okkur með einhverri hægri stjórn þegar þau hafa haldið Sjálfstæðisflokknum við völd í sjö ár,“ sagði …
Athugasemdir