Undir lok kappræðnanna í Tjarnarbíói í gærkvöld voru stjórnmálamennirnir beðnir um að taka afstöðu til þess hvort þeir teldu að stjórnvöld í Ísrael væru að fremja þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gaza-svæðinu.
Allir réttu upp hönd nema fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Sigríður segir Hamas-liða mögulega hafa gert tilraun til þjóðarmorðs 7. október
„Ég óska þessum frambjóðendum til hamingju með það að geta svarað þessari spurningu, sem er lögfræðilega mjög flókin hérna, með svona einfaldri handauppréttingu um skilgreiningu á þjóðarmorði. Til hamingju með það þið öll,” sagði Sigríður.
Sigríður sagði spurninguna enn fremur vera óábyrga og furðaði sig á því að það þyrfti að blanda átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs inn í alþingiskosningar á Íslandi.
„Auðvitað þarf að ræða þetta allt saman. Auðvitað er komið að ögurstundu og auðvitað þarf að stöðva …
www.kjosumxl.is