Ljóshærður unglingsstrákur stígur út úr bíl við bakarí á Akranesi. Hann er í fylgd eldra pars, afa síns og ömmu. Þetta er Hjörtur Elías Ágústsson, lífsglaður, ungur maður. „Það getur allt gerst,“ segir Hjörtur, sem trúir einlægt að hann muni aldrei fá krabbamein aftur og þurfa að undirgangast það sem hann gekk í gegnum á sínum tíma. „Ég hugsa ekki mikið um það. Ég hef það bara inni í hjartanu.“
Hafði heyrt þetta orð áður
Það var þann 6. febrúar 2018 sem Hjörtur greindist með krabbamein. Þá var hann ekki nema átta ára gamall. Krabbameinið var í eitlum, kviðarholi og meltingarvegi. „Þetta byrjaði þannig að í janúar 2018 fékk ég magaverki, gubbupest og niðurgang. Ég hafði enga matarlyst og í næstum þrjár vikur gat ég nánast ekkert borðað. Mamma vissi að það var eitthvað að svo hún fór með mig á læknavaktina.“
Þar fór hann í blóðprufu sem kom vel …
Þú ert lang flottastur 💪❤️🙏
Frábært viðtal , amma elskar þig 🧚♂️💙🙏🥰