Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Var Almar „í kassanum“ kannski sofandi allan tímann?

Alm­ar Steinn Atla­son, bet­ur þekkt­ur sem „Alm­ar í kass­an­um“ velt­ir því fyr­ir sér hvort hann hafi kannski ver­ið sof­andi all­an tím­ann á með­an hann las fyrstu skáld­sögu sína upp­hátt í beinu streymi í vik­unni, sem tók tæp­an sól­ar­hring. „Hugs­an­irn­ar og bók­in verða eitt á ein­hverj­um tíma­punkti og hvort mað­ur haldi áfram með­vit­und­ar­laus að lesa í leiðslu, mér finnst það ekki ósenni­legt. Ég hafði í raun ver­ið sof­andi all­an tím­ann?“

Var Almar „í kassanum“ kannski sofandi allan tímann?
Upplestur Almar Steinn Atlason var með næringu í æð og þvaglegg á meðan upplestrinum stóð. Röddin var silkimjúk eftir nær sólarhings lestur. Mynd: Árni Torfason

„Ég hef bara aldrei verið betri sko,“ segir Almar Steinn Atlason, betur þekktur sem „Almar í kassanum“. Almar er að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu og las hana upphátt í einni beit í anddyri Tjarnarbíós í vikunni í beinu streymi. Upplesturinn hófst klukkan 18 á mánudag og lauk um 22 klukkustundum síðar, síðdegis á þriðjudag. 

Rödd Almars er silkimjúk þegar blaðamaður slær á þráðinn og greinilegt að raddböndin hafa tekið vel í gjörninginn. „Eins og að fá sér hálsbrjóstsykur og fara í raddþjálfun.“ 

Almar hefur lengi ætlað sér að gefa út bók en ekki þorað að láta verða af því fyrr en nú. „Ég var búinn að vera lengi að vinna þessa bók. Eina ástæðan fyrir því að ég hef aldrei tekið þátt í bókaútgáfu því ég hef borið of mikla virðingu fyrir henni, átt erfitt með að nálgast hana af því mér finnst bækur svo flottar, ég hef ekki getað snert þær. Svo var ég búinn að eyða miklum tíma og vinnu í þessa bók að mér fannst synd að vera búinn að eyða svona miklu í sögu og segja hana aldrei.“

„Þetta er ævintýri á örvandi. Blóð og garnir og vesen.“

Skáldsagan Mold er bara mold - Litla systir mín fjöldamorðinginn er í þremur bindum sem koma saman í kassa þar sem velt er upp spurningunni: Er hægt að gerast fjöldamorðingi fyrir misskilning? Hlutarnir þrír kallast Með Venus í skriðdreka, Þindarlaus frásögn af erfiðum degi manns í Efra-Breiðholti, og Frelsið er takmarkað. „Ég er rosa ánægður með hana. Þetta er ævintýri á örvandi. Blóð og garnir og vesen. Spennutryllir án þess endilega að vera spennandi. Svona einhver velferðar-starfsmanna-Borgartúns-turns-Íslendingasaga,“ segir Almar þegar hann er beðinn um að lýsa efni skáldsögunnar.  

Við öllu búinn með þvaglegg og næringu í æð

Almar var vel undirbúinn og ráðfærði sig við hjúkrunarfræðing áður en hann hófst handa sem setti upp þvaglegg og næringu í æð. Almar þurfi því aðeins að standa upp til að tæma þvagpokann á meðan lestrinum stóð. „Ég hef alltaf haft gaman af því að segja sögur, ég gat ekki látið þessa liggja með öllu ósagða. Ég komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að það myndi taka svolítinn tíma að segja þessa sögu. Þegar fólk er að segja mér sögu þá missi ég þráðinn og fer að tala um eitthvað annað ef það ætlar að taka klósettpásu eða fá sér hádegismat í miðri sögu.“ Þannig komst Almar að því að þetta væri besta niðurstaðan: Að lesa bókina í einni beit. 

„Ég þurfti að afsaka mig til að tæma úr þvagpokanum held ég tvisvar og einu sinni varð 2-3 mínútna dramatísk málhvíld á meðan ég hvíldi augun aðeins.“ Almar er ekki viss hvort hann hafi sofnað á einhverjum tímapunkti. „Hugsanirnar og bókin verða eitt á einhverjum tímapunkti og hvort maður haldi áfram meðvitundarlaus að lesa í leiðslu, mér finnst það ekki ósennilegt. Ég hafði í raun verið sofandi allan tímann?“ Almar fékk góðan frið við lesturinn en fólk var samt sem áður duglegt að kíkja við í anddyri Tjarnarbíós. „Það er ekkert leiðinlegra að lesa þó svo að einhver sé að blaðra eða vinna eða gera eitthvað. Leikhús er lifandi hús og Snæbjörn leikhússtjóri og góða fólkið sem þarna vinnur er frábært að halda lífi í þessu góða leikhúsi.“

ÁhorfendurAnddyri Tjarnarbíós var þétt setið stóran hluta á meðan upplestrinum stóð.

Gjörningalist fyrir hálfvita sem kunna ekki að fara eftir reglum

Sem fyrr segir kemur bókin í kassa sem er kannski vel við hæfi þar sem flestir þekkja Almar sem „Almar í kassanum“ eftir að hann dvaldi nakinn í heila viku inni í glerkassa í Listaháskólanum. Þakklæti er honum eftir í huga þegar hann rifjar upp þennan níu ára gamla gjörning. Að vera ungur listamaður að stíga sín fyrstu skref inn í augu almennings og fá þjóðina sína með sér er ómetanlegt held ég.“

„Ég kynni mig nú yfirleitt sem hálfvita, það er heiðarlegast“

Hann hefur unnið áfram með gjörningalistina. „Ég hef alltaf haft gaman af bæði að fylgjast með og vesenast í gjörningalist. Það er sviðslist nema fyrir svona hálfvita eins og mig sem kunna ekki að fara eftir reglum.“ Almar kýs að kynna sem hálfvita í dag, þó gjörningalistamaður, málari og nú rithöfundur eigi einnig vel við hann. „Ég kynni mig nú yfirleitt sem hálfvita, það er heiðarlegast. Svo set ég bara á mig þann hatt sem passar hverju sinni. Ég hef aldrei hikað við að kalla mig neitt. Þegar ég raka mig á morgnana segist ég vera hárskerameistari og þegar ég fæ mér paratabs af því að ég er með hausverk þá er ég orðinn apótekari.“

En hvað tekur við nú þegar nærri sólarhings upplestur er frá? 

„Ég þarf aðeins að hugsa það. Mér finnst ekkert ólíkleg að ég fari að leita mér að nýjum hatti. Ég hef lengi hugsað mér að verða skipskokkur, það hefur verið fantasía hjá mér, þannig ef einhverjum vanta svoleiðis þá er velkomið að hafa samband.“     

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
2
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
5
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár