Skýin eru skuggar - Ljóðaúrval
Jon Fosse
Skýin eru skuggar - Ljóðaúrval
Úrval og íslensk þýðing: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Fosse er kunnastur fyrir leikverk sín og skáldsögur, en nú er komið út úrval ljóða Jon Fosse í smekklegu kveri, en Fosse var ef til vill ekki mörgum Íslendingum kunnugur þegar hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum á síðasta ári. Þýðing Aðalsteins er prýðileg og virðist unnin af mikilli natni, en hann hefur í samtali við skáldið valið ljóðin. Fosse byrjaði að yrkja fyrir fermingu og ljóðin spanna þrjátíu ára tímabil.
Það er áhugavert að sjá hvernig skáldið þroskast og breytist eftir því sem líður á ljóðaúrvalið. Mörg ljóðanna frá hans yngstu árum mætti jafnvel segja að séu frekar banal, en þó haldast skýr höfundareinkenni Fosse í gegnum öll þessi ár og bestu ljóðin eru í kringum titilljóðið Skýin eru skuggar, þar sem þroskuð rödd höfundar skín í gegnum skuggana. Í ljóðum Fosse má finna að skáldið er í leit að því guðlega, hvort sem það heitir Guð eða náttúra eða …
Athugasemdir