Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Vaxtalækkun skilar sér í hærri verðtryggðum vöxtum

Vext­ir á verð­tryggð­um hús­næð­is­lán­um hækka sam­hliða lækk­un stýri­vöxt­um Seðla­bank­ans. Engu að síð­ur eru verð­tryggð hús­næð­is­lán mun hag­stæð­ari ef spár ganga eft­ir.

Vaxtalækkun skilar sér í hærri verðtryggðum vöxtum
Húsnæði Lántakendur hafa flykkst í verðtryggð lán, en vextir þeirra hækka samhliða vaxtalækkun Seðlabankans. Mynd: Golli

Bankarnir hafa brugðist við lækkandi verðbólgu og stýrivöxtum með því að hækka á móti verðtryggða vexti húsnæðislána og eru þeir nú hærri en þeir hafa verið síðasta áratuginn.

Eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans um 0,5 prósentustig tilkynnti Íslandsbanki í fyrradag að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum yrðu lækkaðir um 0,1 til 0,5 prósentustig. Hins vegar var samhliða tilkynnt um að verðtryggðir vextir húsnæðislána yrðu hækkaðir um 0,2 til 0,3 prósentustig. Þessi hækkun verðtryggðra vaxta leggst ofan á þá stöðu að verðtryggðir húsnæðislánavextir voru þegar orðnir hærri en þeir hafa verið í rúman áratug.

Arion banki tilkynnti sömuleiðis í dag um hækkun vaxta á verðtryggðum lánum með breytilega vexti um 0,4 próesntustig upp í 5,04%. Sögulega séð eru þetta háir vextir. Árið 2012 voru sömu vextir til að mynda 3,75%.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Þessi fullyrðing í greininni er röng: "Engu að síð­ur eru verð­tryggð hús­næð­is­lán mun hag­stæð­ari ef spár ganga eft­ir." Fyrir utan það að fullyrðingin er ekki rökstudd er það staðreynd að verðtryggð húsnæðislán hafa aldrei verið "hagstæð" ef litið er yfir lengri tímabil.

    Samkvæmt lögum er til mælikvarði sem gerir það kleift að bera saman lánaform með tilliti til þess hvað sé "hagstætt" og sá mælikvarði heitir "Árleg hlutfallstala kostnaðar" (ÁHK). Sá mælikvarði er hliðstæður þeim sem bankar nota til að meta raunverulega "innri ávöxtun" af útlánum sínum.

    Ef þau lánakjör sem nú bjóðast eru borin saman á þessum mælikvarða kemur í ljós að bankarnir eru einfaldlega að stilla lánakjörum á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum saman þannig að bæði lánaformin gefi sambærilega "innri ávöxtun" (eða árlega hlutfallstölu kostnaðar).

    Þetta þýðir að að hvorugt lánaformið er (núna) hagstæðara en hitt svo nokkru nemi sem skiptir máli. Valið stendur aðeins á milli þess að staðgreiða kostnaðinn í óverðtryggðum lánum eða fresta hluta hans með því að hafa lánið verðtryggt. Að fresta hluta kostnaðarins þýðir alltaf að þá þarf að greiða hann síðar með hærri fjárhæðum vegna áfallinna vaxta og verðbóta.

    Það myndi hjálpa mikið við að stuðla að upplýstri umræðu um lánakjör á Íslandi ef þeir sem fjalla um þau myndu fyrst kynna sér merkingu hugtakanna "árleg hlutfallstala kostnaðar" (ÁHK) og "innri ávöxtun" (sem er nokkurn veginn það sama). Þá fyrst gætum við svo tekið almennilega og sæmilega upplýsta umræðu um kosti og galla hinna ólíku lánaforma.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár