Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Níu þúsund milljarðar í flóðavarnir

Í Dan­mörku gætu 90 þús­und heim­ili, 60 þús­und sum­ar­hús og tug­ir þús­unda verk­smiðju­bygg­inga far­ið und­ir vatn á næstu ára­tug­um vegna hækk­andi yf­ir­borðs sjáv­ar. Varn­ar­að­gerð­ir eru tald­ar kosta ná­lægt 460 millj­örð­um danskra króna en dugi þó ekki til að bjarga öll­um land­svæð­um sem eru í hættu.

Stundum er sagt í glensi að Danmörk sé flöt eins og pönnukaka. Þótt sú lýsing sé ýkt leynist þar eigi að síður sannleiksbroddur: landið er flatt og láglent, einkum meðfram ströndinni. Strandlengja Danmerkur er rúmir 7 þúsund kílómetrar, sem er mikið í 40 þúsund ferkílómetra landi, til samanburðar er íslenska strandlengjan um 6 þúsund kílómetrar og Ísland 104 þúsund ferkílómetrar.

Í febrúar í fyrra var haldinn fundur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Vart hefði það talist fréttnæmt nema vegna þess að þetta var í fyrsta skipti sem loftslagsváin sem vofir yfir heiminum var rædd á þeim vettvangi. Vísindamenn víða um heim höfðu þó árum saman bent á þá ógn sem íbúum jarðar stafar af hlýnun jarðar. Í ræðu sinni við upphaf áðurnefnds fundar sagði António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, að breytingar sem íbúar heimsins stæðu frammi fyrir hefðu fyrir örfáum árum verið taldar óhugsandi.

Við erum ekki að tala um fámennan hóp eyjaskeggja í Karíbahafinu, við erum að tala um 900 milljónir, einn tíunda hluta mannkyns,“ Guterres tiltók í ræðu sinni lönd og borgir sem breytingar á yfirborði sjávar hefðu mikil áhrif á og nefndi meðal annars Kaupmannahöfn. 

Stormflóð og skýrslur

Margir Danir muna ugglaust mikið stormflóð í byrjun desember 1999. Þá hækkaði sjávarborð við vesturströnd Jótlands um rúma fimm metra og olli miklu tjóni. Þegar þetta gerðist var mikið rok og loftþrýstingur lágur. Lágsjávað var en í stórstreymi hefði sjávarborðið hækkað enn meira og valdið enn meira tjóni. Í nóvember árið 2006 olli slíkt flóð miklu tjóni, fjögur þúsund hús skemmdust mikið og mörg hundruð minna. Mikið tjón varð á svæðum við Hróarskeldufjörð á árunum 2012, 2013 og 2016, í öll skiptin af völdum langvarandi norðanstorms sem þrýsti sjónum inn fjörðinn. Árið 2018 varð umtalsvert tjón af völdum flóða og sömuleiðis í október í fyrra.

Mikið tjón varð á Kaupmannahafnarsvæðinu og við Køgeflóa í ársbyrjun 2017. Í framhaldi af því var verkfræðifyrirtækið Cowi fengið til að meta þörf og kostnað við flóðavarnir á þessu svæði en slíkt mat hafði ekki verið gert áður. Á fréttamannafundi árið 2019 sagði einn sérfræðinga Cowi að kostnaður miðað við svonefnt hundrað ára reiknilíkan, þar eð stórflóð einu sinni á öld, yrði varlega áætlað 22 milljarðar danskra króna, eða það sem samsvarar 425 milljörðum íslenskra króna. „En ef miðað væri við stærsta flóð á þúsund árum?“ spurði einn viðstaddra. 

„Stór svæði við strendur muni hreinlega hverfa ásamt mörgum eyjum“

„Tjónið myndi nema stjarnfræðilegum upphæðum, suðurhluti Kaupmannahafnar færi á kaf, Eyrarsundsbrúin og Kastrup-flugvöllur myndu lokast, lestarkerfið, að Metrokerfinu meðtöldu, myndi lamast,“ var svarið.

Þremur árum síðar, 2022, birti danska rannsóknastofnunin GEUS  skýrslu. Hafi framtíðarspá Cowi verið svört má segja að GEUS skýrslan hafi verið kolsvört. „Stór svæði við strendur muni hreinlega hverfa ásamt mörgum eyjum“, sagði í skýrslunni. Þá er gert ráð fyrir að sjávarborð við Danmörku muni stíga um 1,7 metra, eða meira á næstu 8–10 áratugum, miðað við árið 1990. Um þessar skýrslur hefur áður verið fjallað í Heimildinni.

Þrír strandbæir

Fyrr í þessum mánuði kom svo enn ein skýrslan. Að þessu sinni voru það sérfræðingar frá Danska tækniháskólanum (DTU) og rannsóknastofnuninni Navigating 360 sem að skýrslunni stóðu. Þeir tóku fyrir þrjá strandbæi og nágrenni þeirra: Kalundborg á Sjálandi, Nakskov á Lálandi og Kerteminde á Fjóni. Sú mynd sem dregin er upp af því sem gæti gerst á næstu áratugum er ekki björt. Svo gæti farið, segir í skýrslunni, að 90 þúsund heimili, 60 þúsund sumarhús og 32 þúsund verksmiðjuhús af ýmsum stærðum færu undir vatn. Ef þetta gengi eftir yrði kostnaðurinn gríðarlegur, „ekki minni en 460 milljarðar“ sögðu skýrsluhöfundar. Upphæðin jafngildir 9 þúsund milljörðum íslenskum. Rétt er að geta þess að þessir útreikningar miðast við landið allt, ekki einungis þessa þrjá bæi sem áður voru nefndir og eru byggðir á flóknu reiknilíkani, sem ekki verður reynt að útlista hér.

Breyttur veruleiki

Stormflóðin á allra síðustu árum, seinast í september síðastliðnum, hafa opnað augu Dana, ekki síst stjórnmálamannanna, fyrir þeirri ógn sem Danmörku stafar af loftslagsbreytingunum. Og það eru ekki einungis flóðin og hækkandi sjávarborð sem veldur áhyggjum, Dönum er enn í fersku minni skýfallið sem varð í Kaupmannahöfn og nágrenni 2. júlí árið 2011 þar sem á tveimur klukkutímum féll 135 millimetra úrkoma. Í miðborg Kaupmannahafnar urðu miklar skemmdir og í ljós kom að frárennslismál voru í megnasta ólagi. Á þeim 13 árum sem liðin eru frá „Nóaflóðinu“, eins og nokkrir danskir fjölmiðlar kölluðu skýfallið, hefur margt og mikið verið gert til að reyna að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig.

Þolir enga bið

Margir danskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um skýrslu DTU og Navigating 360. Nokkrir þingmenn og ráðherrar hafa síðustu daga tjáð sig um skýrsluna og eru flestir, ef ekki allir, á einu máli um að ekki þýði að láta reka á reiðanum, nauðsynlegt sé að bregðast við og vinna skipulega að því að tryggja flóðavarnir í landinu.

Í löngu viðtali við dagblaðið Berlingske sagði Magnus Heunicke umhverfisráðherra að ríkisstjórnin hefði fyrir nokkru sett af stað vinnu við skipulagningu þessa risaverkefnis, eins og ráðherrann komst að orði. „Við höfum ekki lagt næga áherslu á þetta mál á undanförnum árum en það er ekki of seint að bregðast við. Við erum að tala um gríðarlega fjármuni en með því að vinna skipulega að flóðavörnum á næstu árum og áratugum komum við í veg fyrir enn meira tjón,“ sagði ráðherrann.

Undir þessi orð tók Kirsten Halnæs, prófessor við DTU, en hún var meðal þeirra sem vann að skýrslunni áðurnefndu, „fyrir hverja eina krónu sem við verjum til flóðavarna fáum við rúmlega eina og hálfa til baka. Við höfum ekki efni á að fjárfesta ekki í framtíðinni á þessu sviði.“ 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár