Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs samþykkti á aukafundi í gær að ráðast í breytingar til þess að opna fyrir vélknúna umferð um Vonarskarð. Málið hefur verið deiluefni í 14 ár og segir eini fulltrúinn í stjórn sem greiddi atkvæði gegn tillögunni að málið hafi verið keyrt í gegn, nú rétt fyrir kosningar. Formaður stjórnar vísar því á bug að málið hafi nokkuð með pólitík að gera.
Óheimilt hefur verið að aka um svæðið frá stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2009. Hópur útivistarmanna, sérstaklega þeirra í ferðaklúbbnum 4x4 og Samút, hefur talað fyrir opnun skarðsins fyrir umferð bíla. Náttúruverndarsamtök hafa aftur á móti mótmælt slíkum áformum og sagt að akstur um svæðið muni valda of miklu raski.
Í þau fjórtán ár sem málið hefur verið þrætuepli hefur stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ályktað að lágmarki sjö sinnum að ekki skuli heimila akstur í gegnum Vonarskarð.
„Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig eitt mál getur hafa komist jafnoft á dagskrá stjórnar …
Athugasemdir