Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

„Sjálfsagt verða báðir jafn óánægðir með niðurstöðuna“

Eini stjórn­ar­mað­ur­inn í stjórn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs sem lagð­ist gegn opn­un Von­ar­skarðs fyr­ir vél­knúna um­ferð seg­ir mál­ið hafa ver­ið keyrt í gegn nú rétt fyr­ir kosn­ing­ar af for­manni og vara­for­manni sem skip­að­ir voru af um­hverf­is­ráð­herra sem stend­ur í kosn­inga­bar­áttu. Formað­ur stjórn­ar­inn­ar hafn­ar þessu al­far­ið og seg­ir að eng­inn póli­tísk­ur þrýst­ing­ur hafi ver­ið til stað­ar.

„Sjálfsagt verða báðir jafn óánægðir með niðurstöðuna“
Vonarskarð Mikið hefur verið deilt um skarðið og hvort fólk eigi að fá þar að keyra eður ei. Mynd: Landvernd

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs samþykkti á aukafundi í gær að ráðast í breytingar til þess að opna fyrir vélknúna umferð um Vonarskarð. Málið hefur verið deiluefni í 14 ár og segir eini fulltrúinn í stjórn sem greiddi atkvæði gegn tillögunni að málið hafi verið keyrt í gegn, nú rétt fyrir kosningar. Formaður stjórnar vísar því á bug að málið hafi nokkuð með pólitík að gera.

Óheimilt hefur verið að aka um svæðið frá stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2009. Hópur útivistarmanna, sérstaklega þeirra í ferðaklúbbnum 4x4 og Samút, hefur talað fyrir opnun skarðsins fyrir umferð bíla. Náttúruverndarsamtök hafa aftur á móti mótmælt slíkum áformum og sagt að akstur um svæðið muni valda of miklu raski. 

Í þau fjórtán ár sem málið hefur verið þrætuepli hefur stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ályktað að lágmarki sjö sinnum að ekki skuli heimila akstur í gegnum Vonarskarð.

„Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig eitt mál getur hafa komist jafnoft á dagskrá stjórnar …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SHP
    Sigrún H. Pálsdóttir skrifaði
    Ég tek undir að þessi ákvörðun stjórnar er feigðarflan. Fyrir nokkrum árum lenti ég þarna í ofsaveðri í byrjun ágúst sem ekki hafði verið spáð fyrir um. Sem betur fer var björgunarsveitin á næstu grösum og kom hún hópnum til hjálpar.
    Þetta svæði er auk þess skilgreint sem víðerni sem er fágæt náttúruauðlind í Evrópu. Svæðið missir þá stöðu sé Vonarskarð opnað fyrir bílaumferð. Náttúruverndargildi þjóðgarðsins í heild mun þar af leiðandi minnka. Ákvörðun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs er því með öllu óskiljanleg.
    7
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Það ekkert annað en spilling í þessu máli eins og öllu sem svona nefndir koma nálægt ? Hver er umhverfisráðherran sem um ræður ? Ekki Guðlaugur Þór ? Mesti spillingarpési sem er til í pólitík á Íslandi !
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár