Skrípi og eftirmyndir

Að­dá­end­ur Ófeigs verða ekki svikn­ir að sögn Páls Bald­vins Bald­vins­son­ar sem rýn­ir í skáld­sög­una Skríp­ið.

Skrípi og eftirmyndir
Skrípið Ófeigur er feikiflinkur höfundur, orðsnjall og hugmyndaríkur
Bók

Skríp­ið

Höfundur Ófeigur Sigurðsson
Forlagið – Mál og menning
185 blaðsíður
Gefðu umsögn

Þessa dagana auglýsa ferðaskrifstofur ferðir fyrir fullorðna til London á endurskapaðan flutning fjögurra sænskra eftirlaunaþega frá sjöunda áratugnum. Í sérbyggðri sýningarhöll geta gestir upplifað endurflutning á gömlum dægurlögum hópsins. Nokkrar svipaðar tilraunir eru í undirbúningi en þeir ABBA-bræður eyddu löngum tíma og miklum fjármunum í að endurbyggja feril sinn. Þessa hugmynd grípur Ófeigur Sigurðsson í nýjasta skáldverki sínu, Skrípinu.

Skrásetjarinn ÓS hefur langa og ruglingslega upptöku af eintali, ranti sögumanns, vestur-íslensks tónlistarmanns og tónlistarunnanda sem hefur komist höndum yfir mynd og hljóðupptöku af tónleikum Vladimirs Horowitz í Moskvu 1986, tónsnillings af gamla skólanum. Í ruglingslegu og tætingslegu tali þessa íslenska Ameríkana eða ameríska Íslendings má greina feril tilraunar sögumannsins sem hyggst græða á endurflutningi tónleikanna frá 1986 með hologrammi eftir upptökunni.

„Ófeigur er feikiflinkur höfundur, orðsnjall og hugmyndaríkur
Páll Baldvin Baldvinsson

Spennandi staður á ritvellinum

Við erum stigin inn í ævintýri, framtíðarsögu, uppspuna skáldsagnahöfundar (ÓS) sem gefur honum tækifæri til að segja spennandi sögu, fulla af ofsóknarkenndum og ýktum atvikum sem eru kunnuglegt efni úr kvikmyndaframleiðslu: þrælar með inngróin stýrikefli, hofróður Hörpu (kvenkyns), konur sem eru ógnvekjandi, fyrirburðum úr liðinni sögu píanósnillingsins. Yfir þessu hangir gamall slæðingur úr forynjusögu Frankensteins. Spennandi staður á ritvellinum. Furðusagan sem er skráð eftir furðufugli, en rennur út.

Ófeigur er feikiflinkur höfundur, orðsnjall og hugmyndaríkur, sem skrifar í þessu riti í kubbóttum, stuttum stíl, þar sem stokkið er hratt á milli merkingarsviða af mikilli leikni og fyndni sem reyndar heimtar þaullestur, þú verður að bakka, lesa aftur, endurmeta. Þessi saga er ekki auðveld aflestrar. Fyrirgangur í röddinni – hetju frásagnarinnar – blæti hans fyrir skammstöfunum, fóbíu fyrir Covid, upplifun hans af stóru samsæri sem uppbyggt er með tilvísunum í heim ásanna sem er kærkominn inn í þessa furðusögu.

Hið óhugnanlega í tæknivæddum heimi

Þótt svipur sögunnar sé alþjóðlegur, stór suðandi pottur, þá er hún ansi lókal: Hörpu þekkja íslenskir lesendur en erlendir ekki par, þröngt söguumhverfi (Hótel Holt og götumynd Þingholtanna) er lókal og er ókunnugt erlendum augum. Ólíkindi sögunnar – fantasíuparturinn – kann að reynast mörgum torveldur en margir eru að fara inn í heima hindurvitna: nefnum bara Steina Braga. Hið óhugnanlega í tæknivæddum heimi, stafrænum að auki, er ekki nein smalamennska, súrsæt endurminning gaggó eða fjölbrautar, þessi þaulnýttu stef skáldsögunnar sem við höfum svo lengi japlað á. Fjöllin heima blah.

Því verður að gleðjast yfir nýjum lendum söguvilja ÓS eða Ófeigs sem er komin úr moldarkofunum. Aðdáendur hans eru ekki sviknir, nýir kunningjar verða til, brjótist þeir gegnum þessa erfiðu sögu.

 Í hnotskurn: Furðusaga sem sundrast í sögulok.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár