Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Skrípi og eftirmyndir

Að­dá­end­ur Ófeigs verða ekki svikn­ir að sögn Páls Bald­vins Bald­vins­son­ar sem rýn­ir í skáld­sög­una Skríp­ið.

Skrípi og eftirmyndir
Skrípið Ófeigur er feikiflinkur höfundur, orðsnjall og hugmyndaríkur
Bók

Skríp­ið

Höfundur Ófeigur Sigurðsson
Forlagið – Mál og menning
185 blaðsíður
Gefðu umsögn

Þessa dagana auglýsa ferðaskrifstofur ferðir fyrir fullorðna til London á endurskapaðan flutning fjögurra sænskra eftirlaunaþega frá sjöunda áratugnum. Í sérbyggðri sýningarhöll geta gestir upplifað endurflutning á gömlum dægurlögum hópsins. Nokkrar svipaðar tilraunir eru í undirbúningi en þeir ABBA-bræður eyddu löngum tíma og miklum fjármunum í að endurbyggja feril sinn. Þessa hugmynd grípur Ófeigur Sigurðsson í nýjasta skáldverki sínu, Skrípinu.

Skrásetjarinn ÓS hefur langa og ruglingslega upptöku af eintali, ranti sögumanns, vestur-íslensks tónlistarmanns og tónlistarunnanda sem hefur komist höndum yfir mynd og hljóðupptöku af tónleikum Vladimirs Horowitz í Moskvu 1986, tónsnillings af gamla skólanum. Í ruglingslegu og tætingslegu tali þessa íslenska Ameríkana eða ameríska Íslendings má greina feril tilraunar sögumannsins sem hyggst græða á endurflutningi tónleikanna frá 1986 með hologrammi eftir upptökunni.

„Ófeigur er feikiflinkur höfundur, orðsnjall og hugmyndaríkur
Páll Baldvin Baldvinsson

Spennandi staður á ritvellinum

Við erum stigin inn í ævintýri, framtíðarsögu, uppspuna skáldsagnahöfundar (ÓS) sem gefur honum tækifæri til að segja spennandi sögu, fulla af ofsóknarkenndum og ýktum atvikum sem eru kunnuglegt efni úr kvikmyndaframleiðslu: þrælar með inngróin stýrikefli, hofróður Hörpu (kvenkyns), konur sem eru ógnvekjandi, fyrirburðum úr liðinni sögu píanósnillingsins. Yfir þessu hangir gamall slæðingur úr forynjusögu Frankensteins. Spennandi staður á ritvellinum. Furðusagan sem er skráð eftir furðufugli, en rennur út.

Ófeigur er feikiflinkur höfundur, orðsnjall og hugmyndaríkur, sem skrifar í þessu riti í kubbóttum, stuttum stíl, þar sem stokkið er hratt á milli merkingarsviða af mikilli leikni og fyndni sem reyndar heimtar þaullestur, þú verður að bakka, lesa aftur, endurmeta. Þessi saga er ekki auðveld aflestrar. Fyrirgangur í röddinni – hetju frásagnarinnar – blæti hans fyrir skammstöfunum, fóbíu fyrir Covid, upplifun hans af stóru samsæri sem uppbyggt er með tilvísunum í heim ásanna sem er kærkominn inn í þessa furðusögu.

Hið óhugnanlega í tæknivæddum heimi

Þótt svipur sögunnar sé alþjóðlegur, stór suðandi pottur, þá er hún ansi lókal: Hörpu þekkja íslenskir lesendur en erlendir ekki par, þröngt söguumhverfi (Hótel Holt og götumynd Þingholtanna) er lókal og er ókunnugt erlendum augum. Ólíkindi sögunnar – fantasíuparturinn – kann að reynast mörgum torveldur en margir eru að fara inn í heima hindurvitna: nefnum bara Steina Braga. Hið óhugnanlega í tæknivæddum heimi, stafrænum að auki, er ekki nein smalamennska, súrsæt endurminning gaggó eða fjölbrautar, þessi þaulnýttu stef skáldsögunnar sem við höfum svo lengi japlað á. Fjöllin heima blah.

Því verður að gleðjast yfir nýjum lendum söguvilja ÓS eða Ófeigs sem er komin úr moldarkofunum. Aðdáendur hans eru ekki sviknir, nýir kunningjar verða til, brjótist þeir gegnum þessa erfiðu sögu.

 Í hnotskurn: Furðusaga sem sundrast í sögulok.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Næstum jafn gamall og Sighvatur í Eyvindarholti
6
Erlent

Næst­um jafn gam­all og Sig­hvat­ur í Ey­vind­ar­holti

Þeg­ar Don­ald Trump tók við embætti for­seta Banda­ríkj­anna á mánu­dag var hann ein­ung­is 49 dög­um yngri en elsti mað­ur­inn sem set­ið hef­ur á Al­þingi Ís­lend­inga. Með embættis­tök­unni varð Trump elsti mað­ur­inn til að taka við embætti for­seta og ef hann sit­ur út kjör­tíma­bil­ið skák­ar hann Joe Biden, en eng­inn hef­ur ver­ið eldri en hann var á síð­asta degi sín­um í embætt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Lilja Rafney Magnúsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár