Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Skrípi og eftirmyndir

Að­dá­end­ur Ófeigs verða ekki svikn­ir að sögn Páls Bald­vins Bald­vins­son­ar sem rýn­ir í skáld­sög­una Skríp­ið.

Skrípi og eftirmyndir
Skrípið Ófeigur er feikiflinkur höfundur, orðsnjall og hugmyndaríkur
Bók

Skríp­ið

Höfundur Ófeigur Sigurðsson
Forlagið – Mál og menning
185 blaðsíður
Gefðu umsögn

Þessa dagana auglýsa ferðaskrifstofur ferðir fyrir fullorðna til London á endurskapaðan flutning fjögurra sænskra eftirlaunaþega frá sjöunda áratugnum. Í sérbyggðri sýningarhöll geta gestir upplifað endurflutning á gömlum dægurlögum hópsins. Nokkrar svipaðar tilraunir eru í undirbúningi en þeir ABBA-bræður eyddu löngum tíma og miklum fjármunum í að endurbyggja feril sinn. Þessa hugmynd grípur Ófeigur Sigurðsson í nýjasta skáldverki sínu, Skrípinu.

Skrásetjarinn ÓS hefur langa og ruglingslega upptöku af eintali, ranti sögumanns, vestur-íslensks tónlistarmanns og tónlistarunnanda sem hefur komist höndum yfir mynd og hljóðupptöku af tónleikum Vladimirs Horowitz í Moskvu 1986, tónsnillings af gamla skólanum. Í ruglingslegu og tætingslegu tali þessa íslenska Ameríkana eða ameríska Íslendings má greina feril tilraunar sögumannsins sem hyggst græða á endurflutningi tónleikanna frá 1986 með hologrammi eftir upptökunni.

„Ófeigur er feikiflinkur höfundur, orðsnjall og hugmyndaríkur
Páll Baldvin Baldvinsson

Spennandi staður á ritvellinum

Við erum stigin inn í ævintýri, framtíðarsögu, uppspuna skáldsagnahöfundar (ÓS) sem gefur honum tækifæri til að segja spennandi sögu, fulla af ofsóknarkenndum og ýktum atvikum sem eru kunnuglegt efni úr kvikmyndaframleiðslu: þrælar með inngróin stýrikefli, hofróður Hörpu (kvenkyns), konur sem eru ógnvekjandi, fyrirburðum úr liðinni sögu píanósnillingsins. Yfir þessu hangir gamall slæðingur úr forynjusögu Frankensteins. Spennandi staður á ritvellinum. Furðusagan sem er skráð eftir furðufugli, en rennur út.

Ófeigur er feikiflinkur höfundur, orðsnjall og hugmyndaríkur, sem skrifar í þessu riti í kubbóttum, stuttum stíl, þar sem stokkið er hratt á milli merkingarsviða af mikilli leikni og fyndni sem reyndar heimtar þaullestur, þú verður að bakka, lesa aftur, endurmeta. Þessi saga er ekki auðveld aflestrar. Fyrirgangur í röddinni – hetju frásagnarinnar – blæti hans fyrir skammstöfunum, fóbíu fyrir Covid, upplifun hans af stóru samsæri sem uppbyggt er með tilvísunum í heim ásanna sem er kærkominn inn í þessa furðusögu.

Hið óhugnanlega í tæknivæddum heimi

Þótt svipur sögunnar sé alþjóðlegur, stór suðandi pottur, þá er hún ansi lókal: Hörpu þekkja íslenskir lesendur en erlendir ekki par, þröngt söguumhverfi (Hótel Holt og götumynd Þingholtanna) er lókal og er ókunnugt erlendum augum. Ólíkindi sögunnar – fantasíuparturinn – kann að reynast mörgum torveldur en margir eru að fara inn í heima hindurvitna: nefnum bara Steina Braga. Hið óhugnanlega í tæknivæddum heimi, stafrænum að auki, er ekki nein smalamennska, súrsæt endurminning gaggó eða fjölbrautar, þessi þaulnýttu stef skáldsögunnar sem við höfum svo lengi japlað á. Fjöllin heima blah.

Því verður að gleðjast yfir nýjum lendum söguvilja ÓS eða Ófeigs sem er komin úr moldarkofunum. Aðdáendur hans eru ekki sviknir, nýir kunningjar verða til, brjótist þeir gegnum þessa erfiðu sögu.

 Í hnotskurn: Furðusaga sem sundrast í sögulok.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár