Ráðuneytið svarar fyrir sendiherraskipanir Bjarna

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur loks orð­ið við beiðni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar um upp­lýs­ing­ar um skip­an­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar á sendi­herr­um í Róm og Washingt­on D.C. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata og flutn­ings­mað­ur fyr­ir­spurn­ar­inn­ar í nefnd­inni, seg­ir svör ráðu­neyt­is­ins vera þunn­an þrett­ánda og sýni glöggt hversu hroð­virkn­is­lega hafi ver­ið unn­ið að skip­un­um ráð­herra.

Ráðuneytið svarar fyrir sendiherraskipanir Bjarna
Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir segir svör ráðuneytisins sýna glöggt að skipun Bjarna á sendiherrum í Róm og Washington D.C. hafi ekki verið unnin með vandvirkum hætti.

Utanríkisráðuneytið hefur loks svarað beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um upplýsingar varðandi verklag í kringum skipan sendiherra í Róm og Washington D. C. Nefndin óskaði eftir upplýsingunum í júní síðastliðinn og hefur því beðið svara í rúmlega fimm mánuði.

Í minnisblaði utanríkisráðuneytisins kemur fram að tímabundin skipun Svanhildar Hólm Valdóttur til sendiherra í Bandaríkjunum væri talin í samræmi við ákvæði í lögum um utanríkisþjónustu Íslands sem snúa að tímabundnum skipunum.

„Þegar skipun er ráðgerð á grundvelli 2. mgr. 9. gr. UTL eru kröfur um reynslu af alþjóða- og utanríkismálum vægari og því rétt að líta fremur til Stjórnendastefnunnar ásamt drögum að erindisbréfi sendiherra á þeirri tilteknu starfsstöð sem til stendur að sendiherraefnið veiti forstöðu,“ segir í minnisblaði ráðuneytisins.

Í svari ráðuneytisins er einnig vísað í greinargerð sérstakrar hæfnisnefndar sem var falið að leggja mat á hæfni Svanhildar til að gegna embættinu. Heimildin hafði áður fengið þessi gögn afhent en þar kom meðal annars fram að það tók hæfnisnefnd einungis fimm daga að skera úr um hæfi Svanhildar.

Stjórnendastefna ríkisins og erindisbréf sendiherraefnis

Í hæfnisnefndinni sátu Einar Gunnarsson, sendiherra og fastafulltrúi, Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu, og Hreinn Pálsson mannauðsstjóri.

Í greinargerð þeirra kemur fram að mat nefndarinnar hafi að mestu leyti verið huglægt og byggt á einföldum svörum Svanhildar um aðra þætti en mat á reynslu. Ásamt þessu taldi nefndin ráðlegt að líta til Stjórnendastefnu ríkisins í erindisbréfi sendiherra.

„Í Stjórnendastefnu ríkisins er kjörmynd stjórnenda samansett af fjórum lykilþáttum, leiðtogahæfni, samskiptahæfni, árangursmiðaðri stjórnun og heilindum. Þessir fjórir þættir eiga allir fullum fetum við um embætti sendiherra og endurspeglast í meðfylgjandi drögum að erindisbréfi sendiherra Íslands í Washington,“ segir í greinargerðinni.

Lofsamlegar umsagnir og viðtal við sendiherraefnið

Þá ákvað nefndin sömuleiðis að óska eftir viðtali við Svanhildi og leita eftir umsögnum frá öðrum aðilum til þess að fá skýrari sýn á fyrrnefnda matsþætti. Í umsögn nefndarinnar kemur fram að Svanhildur hafi á ferli sínum getið af sér gott orð sem stjórnandi, leiðtogi og hugmyndasmiður.

Umsögnum sem nefndin tók við um Svanhildi er lýst sem lofsamlegum í greinargerðinni. Þó nefndu umsagnaraðilar tvö atriði sem töldust ekki til styrkleika hjá Svanhildi.   

„[E]r annað það að viðhalda einbeitingu/áhuga á hægfara rútínuverkefnum og hitt að hún geti átt til að klára verkefni á síðustu stundu án þess að það hafi þó komið niður á gæðum.“

Í viðtali við hæfnisnefndina setti Svanhildur fram sýn sína um hvernig sendiráðið gæti stutt við íslenskt viðskiptalíf í Bandaríkjunum og komið að kynningu á íslenskri menningu. 

„Svanhildur kveðst líta á starf sendiherra sem þjónustu- og málsvarahlutverk öðru fremur og kveðst hafa brennandi áhuga fyrir að láta gott af sér leiða. Hún sér fyrir að hún geti nýtt þekkingu sína og reynslu af vettvangi stjórnmála, viðskipta, fjölmiðla og menningar til að styðja og verja íslenska hagsmuni í Bandaríkjunum og öðrum umdæmisríkjum sendiráðsins í Washington.“

Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Svanhildur teldist vera hæf til að gegna embættinu samkvæmt þeim skilyrðum sem nefndin lagði upp með.

Svörin sýna hroðvirknisleg vinnubrögð

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, lagði fram tillöguna hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hefja frumkvæðisathugun á verklagi Bjarna við skipun sendiherraefnanna. 

Í samtali við Heimildina segir hún að svör ráðuneytisins sýni glöggt að skipunin hafi ekki verið unnin með vandvirkum hætti gagnvart stjórnsýslunni. 

„Mér finnst líka áhugavert það sem fram kemur að það hafi ekki farið fram sérstakt mat á hæfi sendiherra til Ítalíu og set ákveðið spurningamerki með það. Það sést auðvitað á þessu hversu hroðvirknislega var unnið að þessum skipunum.“ segir Þórhildur og bætir við að hún hafi fyrir skömmu sent inn fjórar spurningar í viðbót til utanríkisráðuneytisins svara við.

„Mér finnst merkilegt að það hafi tekið ráðuneytið fimm mánuði að setja þetta svar saman og auðvitað vandræðalegt fyrir utanríkisráðuneytið að koma svona fram við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.“

Frjálsleg túlkun á umdeildu ákvæði

Eins og áður hefur komið fram voru skipanir Bjarna gerðar í krafti lagabreytinga sem gerðar voru árið 2020 sem heimila ráðherra að skipa sendiherra án þess að auglýsa stöðuna. Þá þurfa sendiherraefnin ekki að uppfylla sömu skilyrði og fastskipaðir sendiherrar. 

Þórhildur segir að ráðuneytið fari ansi frjálslega með túlkun á umræddu í svari sínu til nefndarinnar. 

„Hvaða aðra sérstaka hæfni er verið að tala um í tilfelli Svanhildar? Maður hefði haldið að það væri eitthvað sem ætti þá nákvæmlega við embættið sem slíkt. Þannig var það kynnt af Guðlaugi Þór á sínum tíma. Þetta ákvæði var ætlað til þess að skipa fólk sem eru sérfræðingar á einhverju ákveðnu sviði eða hafa sérstök tengsl eða áherslur sem er ástæða til að taka við þessu embætti,“ segir Þórhildur.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Er ekki kominn tími til að leggja þessar stöður niður eins og gert var í "Ráðherranum". Mér fannst það góð hugmyd og vel rökstudd.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
2
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.
Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
5
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár