Sem kennari aðhyllist ég fjölbreyttar kennsluaðferðir og þannig hef ég lært mínar lífsins lexíur. Sumar upplýsingar límast strax við heilabörkinn og ég get sótt þær áreynslulaust (það má stundum deila um notagildið), annað fer inn með vöðvaminninu og situr þar enn eftir þrjátíu ára notkunarleysi (spyrjið bara börnin mín um fyrstu skautaferðina okkar), enn annað hef ég þurft að læra af reynslunni, jafnvel biturri (já … ég er barnið sem sleikti ljósastaur í frosti … tvisvar).
Ég lærði að lesa sjálf fjögurra ára gömul, með því að fylgjast með eldri systkinum við eldhúsborðið. Þetta uppgötvaðist þegar ég las fyrir mömmu upp úr Þjóðviljanum einn daginn þegar mér leiddist. Reyndar með blaðið á hvolfi því ég sat gegnt þeim við heimanámið. Ég er enn jafnvíg á lesturinn sama hvernig bókin snýr og las stundum með bókina á hvolfi fyrir nemendur í nestistímum bara til að sýna mig. En þegar ég átti …
Athugasemdir