Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Bjarni bað um útilokun Jóns daginn sem upptökunni var dreift

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra beindi því til ráðu­neyt­is­stjóra mat­væla­ráðu­neyt­is að úti­loka Jón Gunn­ars­son frá vinnslu um­sókna Hvals um nýtt veiði­leyfi sama dag og leyniupp­tök­ur sem lýsa sam­komu­lagi þeirra fóru í dreif­ingu.

Bjarni bað um útilokun Jóns daginn sem upptökunni var dreift
Samstarfsmenn Bjarni fékk Jón til liðs við sig í sömu andrá og Jón þáði óvænt sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Mynd: Heimildin

Sama dag og leyniupptökur fóru í dreifingu, þar sem samkomulagi Jóns Gunnarssonar við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um útgáfu hvalveiðileyfa er lýst, tilkynnti Bjarni ráðuneytisstjóra í matvælaráðuneytinu að Jón ætti ekki að koma nálægt vinnu við eða útgáfu hvalveiðileyfa. Bjarni hefur hafnað því að hafa gert samkomulag við Jón.

Jón er nýskipaður aðstoðarmaður Bjarna í matvælaráðuneytinu. Þegar hann tók við stöðunni sagði hann sjálfur við fjölmiðla að eitt af þeim málum sem hann myndi skoða væru hvalveiðar. 

Í viðtölum við fjölmiðla í gær sagði Bjarni við Morgunblaðið, það hafa verið „fyr­ir nokkru síðan“ sem hann hafi rætt við ráðuneytisstjórann „að það myndi ekki reyna á aðkomu Jóns í meðferð þessa máls“. Við Vísi sagðist hann ekki muna hvort það hafi verið í síðustu eða þarsíðustu viku. 

Það var síðastliðinn fimmtudag, þann 7. nóvember, sem Bjarni beindi því til Bryndísar Hlöðversdóttur ráðuneytisstjóra …

Kjósa
104
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (11)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Jón hefur engu að síður gríðarlega áhrif enda með forsætisráðherra á bak við sig. Hann rekur örugglega á eftir ákveðnum málum.
    0
  • Hilmar Jonsson skrifaði
    Davíð Oddsson kallari Sjálfstæðisflokkinn SJÁLFGRÆÐISFLOKK í útvarpi Matthildi í den - hann sá þetta þá - hvað nú
    0
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Allt er þetta á eina bók lært. Hagsmunagæsla sjálfstæðismanna fyrir þá ríkustu heldur áfram.
    10
  • IJ
    Ingibjörg Jónsdóttir skrifaði
    Frábært
    0
  • IHÁ
    Ingvar Helgi Árnason skrifaði
    Er ekki bara best að kjósa framsókn?
    -5
  • Og er það tilviljun? Nei……er spilaborgin kanski að hrynja hjá mafíunni?
    5
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Góð samantekt og sélega athyglisverð tímalína !!
    5
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Forsætis- og matvælaráðherra gripinn með buxurnar á hælunum. Kemur það einhverjum á óvart?
    8
  • TF
    Tryggvi Felixson skrifaði
    Er ekki bara best að vera heiðarlegur?
    -1
  • John Sigurdsson skrifaði
    Hann er þó ekki að skrökva hann Bjarni okkar?
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár