Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Upphaf kalda stríðsins – í bjálkakofa í Norður-Karólínu?

Ógn­ar­jafn­vægi stór­veld­anna eft­ir seinni heims­styrj­öld hef­ur ver­ið vel lýst með orð­un­um kalt stríð, en hvað­an kom það hug­tak?

Þann 6. ágúst 1934 gekk kraftalegur 39 ára prédikari í lítilli kirkju fram fyrir söfnuð sinn. Kirkjan var reyndar ekki annað en hrörlegur bjálkakofi en þar hafði prédikarinn, Albert Teester, öðru hvoru haldið eldmessur undanfarin ár í sinni eigin kirkjudeild og lofað guð beinlínis brennandi augum. Þetta var eigi alllangt fyrir utan smáþorpið Sylva í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, á þeim slóðum þar vestra sem búa „hillbillies“ eða „rednecks“ eða hvað við viljum kalla það góða fólk.

Það má geta þess að kvikmyndin Deliverance frá 1972 var tekin upp í bænum og nágrenni.

Sylva er svoleiðis þorp.

Nokkrir tugir karla og kvenna höfðu árið 1934 troðið sér inn í bjálkakofann til að vera við messuna. Venjulega var messað í öllu hefðbundnari kirkju í Sylva en nú hafði Teester boðað söfnuðinn í þennan einfalda kirkjukofa sinn og nálægt altarinu stóðu tuttugu svokallaðir „dýrlingar“ sem voru sérstakir fulltrúar Teesters í kirkjunni.

Það …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár