Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
Sautjándi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum Svanhildur Hólm tók nýverið formlega til starfa sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Síðastliðinn september afhenti hún Joe Biden bandaríkjaforseta trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu. Mynd: /Stjórnarráð Íslands

Svanhildur Hólm Valsdóttir tók við sem sautjándi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum síðastliðinn september. Þann 18. september afhenti hún Joseph R. Biden, forseta Bandaríkjanna, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum á skrifstofu hans í Hvíta húsinu við hátíðlega athöfn.

Nokkur umræða hefur staðið um ferlið að baki skipun Svanhildar í embættið og hæfi hennar til þess að gegna starfinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd bíður enn svara við fyrirspurn sem nefndin sendi utanríkisráðuneytinu í júní. Nefndin bað ráðuneytið að upplýsa hvernig skipun Svanhildar samræmdist lögum um utanríkisþjónustu Íslands og skýringar á því hvers vegna ferilskrá Svanhildar teldist vera trúnaðarmál.

Þegar litið er yfir feril Svanhildar og reynsla hennar borin saman við bakgrunn sendiherra nágrannaþjóða sem starfa í Bandaríkjunum má glöggt sjá að Svanhildur sker sig úr hvað varðar reynslu og fyrri störf á vettvangi utanríkismála.

Umdeild skipun Bjarna

Kjósa
58
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnús Einarsson skrifaði
    Þegar upp verður staðið verður ekki spurt hversu lengi var að verið eða reynt, heldur hversu vel var gert.
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Er Logi ekki í vinnu þarna líka? Hver er reynsla hans?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár