Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
Sautjándi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum Svanhildur Hólm tók nýverið formlega til starfa sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Síðastliðinn september afhenti hún Joe Biden bandaríkjaforseta trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu. Mynd: /Stjórnarráð Íslands

Svanhildur Hólm Valsdóttir tók við sem sautjándi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum síðastliðinn september. Þann 18. september afhenti hún Joseph R. Biden, forseta Bandaríkjanna, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum á skrifstofu hans í Hvíta húsinu við hátíðlega athöfn.

Nokkur umræða hefur staðið um ferlið að baki skipun Svanhildar í embættið og hæfi hennar til þess að gegna starfinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd bíður enn svara við fyrirspurn sem nefndin sendi utanríkisráðuneytinu í júní. Nefndin bað ráðuneytið að upplýsa hvernig skipun Svanhildar samræmdist lögum um utanríkisþjónustu Íslands og skýringar á því hvers vegna ferilskrá Svanhildar teldist vera trúnaðarmál.

Þegar litið er yfir feril Svanhildar og reynsla hennar borin saman við bakgrunn sendiherra nágrannaþjóða sem starfa í Bandaríkjunum má glöggt sjá að Svanhildur sker sig úr hvað varðar reynslu og fyrri störf á vettvangi utanríkismála.

Umdeild skipun Bjarna

Kjósa
58
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnús Einarsson skrifaði
    Þegar upp verður staðið verður ekki spurt hversu lengi var að verið eða reynt, heldur hversu vel var gert.
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Er Logi ekki í vinnu þarna líka? Hver er reynsla hans?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár