Við erum hér
Handrit: Agnes Wild, Bjarni Snæbjörnsson, Inga Auðbjörg K. Straumland, Karl Pálsson og Steinunn Björg Ólafsdóttir Dans- og sviðshreyfingar: Guðný Ósk Karlsdóttir Tónlistarstjórn: Axel Ingi Árnason Hljóðmeistari: Kristín Waage Ljósahönnun: Aron Martin Ásgerðarson Stílisti: Úlfar Viktor Björnsson
Bjartmar og Arnar eru að fara að gifta sig. Öll fjölskyldan er mætt. En eins og hinsegin fólk veit þá hefur fjölskylda ekki endilega með skyldleika að gera. Sviðslistakórinn Viðlag hefur gert það gott síðustu misseri með því að taka sinn eigin raddaða og íslenska snúning á erlend söngleikjalög. Nú er kórinn mættur á sviðið í Tjarnarbíói í allri sinni litadýrð.
Höfundarnir fimm hnoða saman söngleikjalögum úr öllum áttum, sum frumsamin og önnur úr glymskrattasöngleikjum, og bjóða upp á sykursæta og snjalla söngleikjahnallþóru. Hægt er að fleyta glymskrattasöngleik ansi langt á skotheldum lögum, Mamma Mia! sannar það, en til þess þarf kunnáttu og ástríðu, Viðlag á nóg af hvort tveggja. Höfundarnir eru líka meðvitaðir um kraftinn sem býr í síðasta lagi fyrir hlé og næstsíðasta laginu fyrir lok leiks, enda eru bæði þessi lög sérstaklega vel valin. Einnig eiga þau flest heiðurinn af textaþýðingunum en lögin eru þýdd yfir á …
Athugasemdir