Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Landspítalinn var undirbúinn undir skotárásir, eitranir og geislun

Land­spít­al­inn var með við­bún­að á með­an þingi Norð­ur­landa­ráðs stóð. Sam­kvæmt svari hans við fyr­ir­spurn­um Heim­ild­ar­inn­ar var und­ir­bún­ing­ur­inn gerð­ur að beiðni al­manna­varn­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra. Ekki hafi þó ver­ið auk­ið í mönn­un vegna þings­ins held­ur að­eins skerpt á skipu­lagi og við­bragðs­áætl­un­um, og eng­in þjonusta skert.

Landspítalinn var undirbúinn undir skotárásir, eitranir og geislun
Forseti Úkraínu Að sögn spítalans var enginn sérstakur viðbúnaður innan hans vegna komu Selenskís til Íslands. Mynd: Golli

Viðbúnaður var á Landspítalanum í lok október vegna komu erlendra þjóðarleiðtoga til Íslands þegar þing Norðurlandaráðs fór fram. Beiðnin um ráðstafanir innan spítalans kom frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 

Í skriflegum svörum Landspítalans við fyrirspurnum Heimildarinnar segir að nokkrar hugsanlegar sviðsmyndir hafi verið undirbúnar. Þar á meðal tölvuárásir, eitranir, geislun, slys, tilfallandi veikindi einstakra aðila eða vegna hópatburða, til dæmis í kjölfar mótmæla. 

Þá hafi spítalinn þurft að vera undirbúinn fyrir að skotárásir, sýkingar eða árásir á orkuinnviði ættu sér stað. 

Samkvæmt Landspítalanum var hvergi aukið í mönnun vegna þingsins heldur aðeins skerpt á skipulagi og viðbragðsáætlunum. Þá segir í svörum spítalans að viðbúnaðurinn hafi ekki haft áhrif á þjónustu við sjúklinga. Enga þjónustu hafi þurft að skerða.

Enginn auka viðbúnaður vegna Selenskís

Þing Norðurlandaráðs fór fram í Reykjavík 28.-31. október síðastliðinn undir yfirskriftinni: „Friður og öryggi á norðurslóðum.“ Þingið sóttu meðal annars forsætisráðherrar hinna Norðurlandaþjóðanna auk Volodómírs Selenskís, forseta Úkraínu.

Að því er kemur fram í svari spítalans til Heimildarinnar var áætlunum ekki breytt eftir að í ljós kom að Selenskí væri væntanlegur til landsins, þá var enginn auka viðbúnaður innan spítalans vegna hans.

Það er í höndum Landspítalans að ákveða hvernig ráðstafanirnar eru útfærðar en áhættumati er komið til hans í samtali við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Viðbúnaðurinn innan spítalans var minni núna í október en hann var þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í Reykjavík í maí 2023. 

Áhersla á netöryggi

„Háttsettum aðilum erlendra ríkja fylgir öryggisgæsla þar sem vopnaburður er raunveruleikinn. Undir venjulegum kringumstæðum eru vopn eða vopnaburður óheimill innan Landspítala. Ef um er að ræða atburði sem koma fyrir háttsetta aðila þarf að vera búið að hugsa fyrir ferli þjónustunnar fyrir þá aðila ekki hvað síst vegna öryggisvarða. Í grunninn er þjónusta við aðila sem koma hér í opinberum erindagjörðum sú sama og veitt er dags daglega til annarra sem sækja þjónustu til Landspítala. 

Í tilvikum á borð við risastóra atburði á borð við Evrópuráðs- og Norðurlandaráðsþing þar sem að öryggisógn er til staðar umfram það sem er daglega er brugðið á að bregðast við ógninni. Í tilviki Norðurlandaráðsþings var aðaláherslan á að standa vörð um netöryggi,“ segir í svari frá spítalanum. 

GæslaStóraukin öryggisgæsla var í miðborg Reykjavíkur vegna þingsins.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár