Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Landspítalinn var undirbúinn undir skotárásir, eitranir og geislun

Land­spít­al­inn var með við­bún­að á með­an þingi Norð­ur­landa­ráðs stóð. Sam­kvæmt svari hans við fyr­ir­spurn­um Heim­ild­ar­inn­ar var und­ir­bún­ing­ur­inn gerð­ur að beiðni al­manna­varn­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra. Ekki hafi þó ver­ið auk­ið í mönn­un vegna þings­ins held­ur að­eins skerpt á skipu­lagi og við­bragðs­áætl­un­um, og eng­in þjonusta skert.

Landspítalinn var undirbúinn undir skotárásir, eitranir og geislun
Forseti Úkraínu Að sögn spítalans var enginn sérstakur viðbúnaður innan hans vegna komu Selenskís til Íslands. Mynd: Golli

Viðbúnaður var á Landspítalanum í lok október vegna komu erlendra þjóðarleiðtoga til Íslands þegar þing Norðurlandaráðs fór fram. Beiðnin um ráðstafanir innan spítalans kom frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 

Í skriflegum svörum Landspítalans við fyrirspurnum Heimildarinnar segir að nokkrar hugsanlegar sviðsmyndir hafi verið undirbúnar. Þar á meðal tölvuárásir, eitranir, geislun, slys, tilfallandi veikindi einstakra aðila eða vegna hópatburða, til dæmis í kjölfar mótmæla. 

Þá hafi spítalinn þurft að vera undirbúinn fyrir að skotárásir, sýkingar eða árásir á orkuinnviði ættu sér stað. 

Samkvæmt Landspítalanum var hvergi aukið í mönnun vegna þingsins heldur aðeins skerpt á skipulagi og viðbragðsáætlunum. Þá segir í svörum spítalans að viðbúnaðurinn hafi ekki haft áhrif á þjónustu við sjúklinga. Enga þjónustu hafi þurft að skerða.

Enginn auka viðbúnaður vegna Selenskís

Þing Norðurlandaráðs fór fram í Reykjavík 28.-31. október síðastliðinn undir yfirskriftinni: „Friður og öryggi á norðurslóðum.“ Þingið sóttu meðal annars forsætisráðherrar hinna Norðurlandaþjóðanna auk Volodómírs Selenskís, forseta Úkraínu.

Að því er kemur fram í svari spítalans til Heimildarinnar var áætlunum ekki breytt eftir að í ljós kom að Selenskí væri væntanlegur til landsins, þá var enginn auka viðbúnaður innan spítalans vegna hans.

Það er í höndum Landspítalans að ákveða hvernig ráðstafanirnar eru útfærðar en áhættumati er komið til hans í samtali við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Viðbúnaðurinn innan spítalans var minni núna í október en hann var þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í Reykjavík í maí 2023. 

Áhersla á netöryggi

„Háttsettum aðilum erlendra ríkja fylgir öryggisgæsla þar sem vopnaburður er raunveruleikinn. Undir venjulegum kringumstæðum eru vopn eða vopnaburður óheimill innan Landspítala. Ef um er að ræða atburði sem koma fyrir háttsetta aðila þarf að vera búið að hugsa fyrir ferli þjónustunnar fyrir þá aðila ekki hvað síst vegna öryggisvarða. Í grunninn er þjónusta við aðila sem koma hér í opinberum erindagjörðum sú sama og veitt er dags daglega til annarra sem sækja þjónustu til Landspítala. 

Í tilvikum á borð við risastóra atburði á borð við Evrópuráðs- og Norðurlandaráðsþing þar sem að öryggisógn er til staðar umfram það sem er daglega er brugðið á að bregðast við ógninni. Í tilviki Norðurlandaráðsþings var aðaláherslan á að standa vörð um netöryggi,“ segir í svari frá spítalanum. 

GæslaStóraukin öryggisgæsla var í miðborg Reykjavíkur vegna þingsins.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár