Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Landspítalinn var undirbúinn undir skotárásir, eitranir og geislun

Land­spít­al­inn var með við­bún­að á með­an þingi Norð­ur­landa­ráðs stóð. Sam­kvæmt svari hans við fyr­ir­spurn­um Heim­ild­ar­inn­ar var und­ir­bún­ing­ur­inn gerð­ur að beiðni al­manna­varn­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra. Ekki hafi þó ver­ið auk­ið í mönn­un vegna þings­ins held­ur að­eins skerpt á skipu­lagi og við­bragðs­áætl­un­um, og eng­in þjonusta skert.

Landspítalinn var undirbúinn undir skotárásir, eitranir og geislun
Forseti Úkraínu Að sögn spítalans var enginn sérstakur viðbúnaður innan hans vegna komu Selenskís til Íslands. Mynd: Golli

Viðbúnaður var á Landspítalanum í lok október vegna komu erlendra þjóðarleiðtoga til Íslands þegar þing Norðurlandaráðs fór fram. Beiðnin um ráðstafanir innan spítalans kom frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 

Í skriflegum svörum Landspítalans við fyrirspurnum Heimildarinnar segir að nokkrar hugsanlegar sviðsmyndir hafi verið undirbúnar. Þar á meðal tölvuárásir, eitranir, geislun, slys, tilfallandi veikindi einstakra aðila eða vegna hópatburða, til dæmis í kjölfar mótmæla. 

Þá hafi spítalinn þurft að vera undirbúinn fyrir að skotárásir, sýkingar eða árásir á orkuinnviði ættu sér stað. 

Samkvæmt Landspítalanum var hvergi aukið í mönnun vegna þingsins heldur aðeins skerpt á skipulagi og viðbragðsáætlunum. Þá segir í svörum spítalans að viðbúnaðurinn hafi ekki haft áhrif á þjónustu við sjúklinga. Enga þjónustu hafi þurft að skerða.

Enginn auka viðbúnaður vegna Selenskís

Þing Norðurlandaráðs fór fram í Reykjavík 28.-31. október síðastliðinn undir yfirskriftinni: „Friður og öryggi á norðurslóðum.“ Þingið sóttu meðal annars forsætisráðherrar hinna Norðurlandaþjóðanna auk Volodómírs Selenskís, forseta Úkraínu.

Að því er kemur fram í svari spítalans til Heimildarinnar var áætlunum ekki breytt eftir að í ljós kom að Selenskí væri væntanlegur til landsins, þá var enginn auka viðbúnaður innan spítalans vegna hans.

Það er í höndum Landspítalans að ákveða hvernig ráðstafanirnar eru útfærðar en áhættumati er komið til hans í samtali við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Viðbúnaðurinn innan spítalans var minni núna í október en hann var þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í Reykjavík í maí 2023. 

Áhersla á netöryggi

„Háttsettum aðilum erlendra ríkja fylgir öryggisgæsla þar sem vopnaburður er raunveruleikinn. Undir venjulegum kringumstæðum eru vopn eða vopnaburður óheimill innan Landspítala. Ef um er að ræða atburði sem koma fyrir háttsetta aðila þarf að vera búið að hugsa fyrir ferli þjónustunnar fyrir þá aðila ekki hvað síst vegna öryggisvarða. Í grunninn er þjónusta við aðila sem koma hér í opinberum erindagjörðum sú sama og veitt er dags daglega til annarra sem sækja þjónustu til Landspítala. 

Í tilvikum á borð við risastóra atburði á borð við Evrópuráðs- og Norðurlandaráðsþing þar sem að öryggisógn er til staðar umfram það sem er daglega er brugðið á að bregðast við ógninni. Í tilviki Norðurlandaráðsþings var aðaláherslan á að standa vörð um netöryggi,“ segir í svari frá spítalanum. 

GæslaStóraukin öryggisgæsla var í miðborg Reykjavíkur vegna þingsins.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
6
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár