Efnið hefur vakið mikil viðbrögð hérlendis, sumir bíógestir ganga út af myndinni og nokkrir hafa fallið í yfirlið á sýningum. Þrátt fyrir þetta hefur myndin notið gríðarlegra vinsælda í Bíó Paradís.
Blóðug líkamshrollvekja
Efnið er svokölluð líkamshrollvekja. Um er að ræða undirflokk hryllingsmynda sem hverfast í kringum afbrigðileika mannslíkamans. Aðrar þekktar kvikmyndir af þessu tagi eru til dæmis Flugan (1986) og Vídeódrome (1983) eftir David Cronenberg og Títaníum (2021) eftir Juliu Ducournau sem hlaut Gullpálmann á Cannes-kvikmyndahátíðinni árið 2021. Líkamshrollvekjur reyna jafnan á þol áhorfenda; mikið er um nærmyndir af sárum, blóði, skurðum og afbrigðilegum líkamshlutum. Öll höfum við misháan þröskuld fyrir slíkum viðbjóði.
Sunnudagskvöldið 13. október féll kona í yfirlið og karlmaður fékk flogakast á sömu sýningunni á Efninu. Þá þegar hafði manneskja fallið í yfirlið á einni sýningu myndarinnar í Háskólabíói á RIFF.
„Hún er rosalega visual og gory á köflum. En þetta er mynd með góðum boðskap,“ …
Athugasemdir