Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Allir eru á Efninu

Lík­ams­hroll­vekj­an Efn­ið (The Su­bst­ance) var frum­sýnd hér­lend­is á kvik­mynda­há­tíð­inni RIFF 28. sept­em­ber og hef­ur ver­ið í al­menn­um sýn­ing­um í Bíó Para­dís síð­an 10. októ­ber. Guð­mund­ur Atli Hlyns­sonn kann­aði mál­ið og brá sér á mynd­ina – sem hef­ur vald­ið yf­ir­liði hjá ein­hverj­um.

Allir eru á Efninu
Demi Moore „Efnið virðist vera kvikmyndasögulegur viðburður hérlendis “

 Efnið hefur vakið mikil viðbrögð hérlendis, sumir bíógestir ganga út af myndinni og nokkrir hafa fallið í yfirlið á sýningum. Þrátt fyrir þetta hefur myndin notið gríðarlegra vinsælda í Bíó Paradís.

Blóðug líkamshrollvekja

Efnið er svokölluð líkamshrollvekja. Um er að ræða undirflokk hryllingsmynda sem hverfast í kringum afbrigðileika mannslíkamans. Aðrar þekktar kvikmyndir af þessu tagi eru til dæmis Flugan (1986) og Vídeódrome (1983) eftir David Cronenberg og Títaníum (2021) eftir Juliu Ducournau sem hlaut Gullpálmann á Cannes-kvikmyndahátíðinni árið 2021. Líkamshrollvekjur reyna jafnan á þol áhorfenda; mikið er um nærmyndir af sárum, blóði, skurðum og afbrigðilegum líkamshlutum. Öll höfum við misháan þröskuld fyrir slíkum viðbjóði.

Sunnudagskvöldið 13. október féll kona í yfirlið og karlmaður fékk flogakast á sömu sýningunni á Efninu. Þá þegar hafði manneskja fallið í yfirlið á einni sýningu myndarinnar í Háskólabíói á RIFF.

„Hún er rosalega visual og gory á köflum. En þetta er mynd með góðum boðskap,“ …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár