Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Miðflokkurinn fékk eitt stig frá Ungum umhverfissinnum: „Hverju klúðruðum við?“

Þing­menn Mið­flokks­ins hörm­uðu það í ný­leg­um hlað­varps­þætti að þeir hefðu feng­ið heilt stig í út­tekt Ungra um­hverf­issinna um af­stöðu stjórn­mála­flokka í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um. „Hvernig gát­um við lent í að fá stig þarna?“ spurði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur flokks­ins.

Miðflokkurinn fékk eitt stig frá Ungum umhverfissinnum: „Hverju klúðruðum við?“

„Við fengum eitt stig! Hverju klúðruðum við?“ spurði Bergþór Ólason Sigmund Davíð Gunnlaugsson í nýjasta þætti hlaðvarps þeirra Sjónvarpslausir fimmtudagar sem birtist í síðustu viku. 

Umrætt stig fékk flokkur þingmannanna á kvarða í úttekt Ungra umhverfissinna á stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfis- og loftslagsmálum. Úttektin var unnin í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 og má nálgast hér.

Á dögunum sótti Bergþór fund á vegum samtakanna fyrir hönd Miðflokksins. Samtökin létu hann þar fá hefti þar sem þessi stigagjöf var meðal annars útlistuð. Sigmundur Davíð var með heftið handtækt og las upp úr því í hlaðvarpsþættinum. „Þarna fá Vinstri grænir 80 stig rúmlega – 80,3. Píratar toppa þá – 81,2. Viðreisn – 76,3.“ 

Miðflokkurinn fékk hins vegar aðeins eitt stig og mennirnir veltu því fyrir sér hverju þeir höfðu klúðrað með þeim afleiðingum að þeir hefðu fengið þetta stig. „Hvernig gátum við lent í því að fá stig þarna?“ spurði Sigmundur Davíð.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár