„Við fengum eitt stig! Hverju klúðruðum við?“ spurði Bergþór Ólason Sigmund Davíð Gunnlaugsson í nýjasta þætti hlaðvarps þeirra Sjónvarpslausir fimmtudagar sem birtist í síðustu viku.
Umrætt stig fékk flokkur þingmannanna á kvarða í úttekt Ungra umhverfissinna á stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfis- og loftslagsmálum. Úttektin var unnin í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 og má nálgast hér.
Á dögunum sótti Bergþór fund á vegum samtakanna fyrir hönd Miðflokksins. Samtökin létu hann þar fá hefti þar sem þessi stigagjöf var meðal annars útlistuð. Sigmundur Davíð var með heftið handtækt og las upp úr því í hlaðvarpsþættinum. „Þarna fá Vinstri grænir 80 stig rúmlega – 80,3. Píratar toppa þá – 81,2. Viðreisn – 76,3.“
Miðflokkurinn fékk hins vegar aðeins eitt stig og mennirnir veltu því fyrir sér hverju þeir höfðu klúðrað með þeim afleiðingum að þeir hefðu fengið þetta stig. „Hvernig gátum við lent í því að fá stig þarna?“ spurði Sigmundur Davíð.
Athugasemdir