Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Má 54 ára gömul kona elska JóaPé og Króla?

Hin 54 ára Harpa Rut Hilm­ars­dótt­ir er mik­ill að­dá­andi JóaPé og Króla. Neyð­ar­lega mik­ið, skrif­ar hún, sem studd­ist við son sinn sem af­sök­un til að bregða sér á tón­leika með þeim – og rabb­aði við Króla. En líka Sonju Ýri Þor­bergs­dótt­ur, formann BSRB, sem var á staðn­um og spurði hana út í breið­an að­dá­enda­hóp­inn.

Má 54 ára gömul kona elska JóaPé og Króla?
Mæðgin Harpa Rut ásamt syni sínum Orra Eliasen. Mynd: Golli

Ég er 54 ára gömul kona og held neyðarlega mikið upp á hipphopp-tvíeykið JóaPé og Króla. Samkvæmt minni upplifun er ekki félagslega viðurkennt fyrir minn aldurshóp að dást að tónlist sem sköpuð er að ungmennum fyrir ungmenni. Jafningjar mínir vilja ekki koma með mér á tónleika og það er vesen að þeir spila oftast á ungmennaviðburðum þar sem ég sting verulega í stúf svo ég sleppi þeim alveg.

Ég hef þess vegna elt sitjandi tónleika með þeim sem henta betur ráðsettu fólki eins og mér. Einu sinni keyrði ég með fjölskylduna til Akureyrar til að komast á sitjandi tónleika JP&K í Hofi. Í haust frétti ég af því að þeir myndu spila á tónleikaröð í Salnum í Kópavogi undir heitinu Söngvaskáld en hún eru skilgreind í dagskrá sem „röð innilegra tónleika þar sem söngvaskáld spila frumsamin lög sín og segja frá tilurð laganna“. Þetta þroskaða málfar um „innilega tónleika“, „söngvaskáld“ …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár