Ég er 54 ára gömul kona og held neyðarlega mikið upp á hipphopp-tvíeykið JóaPé og Króla. Samkvæmt minni upplifun er ekki félagslega viðurkennt fyrir minn aldurshóp að dást að tónlist sem sköpuð er að ungmennum fyrir ungmenni. Jafningjar mínir vilja ekki koma með mér á tónleika og það er vesen að þeir spila oftast á ungmennaviðburðum þar sem ég sting verulega í stúf svo ég sleppi þeim alveg.
Ég hef þess vegna elt sitjandi tónleika með þeim sem henta betur ráðsettu fólki eins og mér. Einu sinni keyrði ég með fjölskylduna til Akureyrar til að komast á sitjandi tónleika JP&K í Hofi. Í haust frétti ég af því að þeir myndu spila á tónleikaröð í Salnum í Kópavogi undir heitinu Söngvaskáld en hún eru skilgreind í dagskrá sem „röð innilegra tónleika þar sem söngvaskáld spila frumsamin lög sín og segja frá tilurð laganna“. Þetta þroskaða málfar um „innilega tónleika“, „söngvaskáld“ …
Athugasemdir