Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Halla bíður með hamingjuóskir til Trumps

Ólíkt for­vera henn­ar á for­seta­stóli hyggst Halla Tóm­as­dótt­ir ekki senda Don­ald Trump heilla­ósk­ir strax eft­ir kjör hans til for­seta Banda­ríkj­anna.

Halla bíður með hamingjuóskir til Trumps
Halla Tómasdóttir Fer aðra leið en forveri hennar þegar viðkemur Donald Trump. Mynd: Golli

Ólíkt forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands hefur forsetinn, Halla Tómasdóttir, enn ekki sent Donald Trump heillaóskir eftir að hann fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu hyggst hún bíða með hamingjuóskir fram á næsta ár.

Viðbrögð Höllu við kjöri Trumps eru frávik frá viðbrögðum forvera hennar, Guðna Th. Jóhannessonar, sem óskaði Donald Trump til hamingju með kjör hans strax 9. nóvember 2016, daginn eftir að hann var kosinn forseti fyrra sinnið.

„Forseti Íslands mun senda verðandi forseta Bandaríkjanna heillaóskir í bréfformi fyrir hönd íslensku þjóðarinnar þegar hann verður formlega settur inn í embætti í janúar,“ segir í svari frá skrifstofu forseta Íslands við fyrirspurn Heimildarinnar. Þar kemur einnig fram að forsetinn hafi ekki átt nein samskipti „við Donald Trump í tengslum við kjör hans“. Trump verður settur inn sem forseti 20. janúar næstkomandi.

Bæði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra þegar óskað Trump til hamingju, eins og margir þjóðarleiðtogar, og lýst yfir tilhlökkun yfir samstarfi með honum og stjórn hans. „Bandaríkin eru sterkasta bandalagsríki Íslands og stærsta einstaka viðskiptaland. Ég hlakka til að vinna með Trump-stjórninni að því að þróa lengra okkar langvarandi samband sem vina og bandamanna,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á X.

Í heillaóskum sínum við fyrra kjör Trumps notaði Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, tækifærið til að minna Trump á gildismat þjóðanna. „Enda þótt Bandaríkin væru eitt stærsta lýðræðisríki veraldar en Ísland eitt hið minnsta deildu þjóðirnar mörgum mikilvægum gildum; við styðjum einhuga frelsi til hugsana og tjáningar, jafnrétti kynjanna og höfum í hávegum jafnan rétt allra þegna óháð litarhafti eða trú,“ sagði hann.

Forsetar á BessastöðumHalla Tómasdóttir og Volodymyr Selenskí á Bessastöðum 29. október síðastliðinn.

Aðeins eru tíu dagar frá því að Halla tók á móti Volodymyr Selenskí Úkraínuforseta á Bessastöðum, en Donald Trump hefur boðað fráhvarf frá stuðningi við Úkraínu, lýst Selenskí sem „mesta sölumanni heims“, státað af góðu sambandi við Vladimir Pútín Rússlandsforseta og boðað að hann geti endað Úkraínustríðið á einum sólarhring, sem er að líkindum eingöngu mögulegt með mikilli eftirgjöf við Rússa, einna helst á landsvæðum Úkraínu.

Halla hefur búið í Bandaríkjunum stóran hluta ævinna. Bæði var hún skiptinemi í bandarískum menntaskóla og svo starfaði hún fyrir stórfyrirtækin Mars og Pepsi Cola eftir útskrift úr MBA-námi á 10. áratugnum.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Ágætt hjá forseta Íslands að bíða með þennan beiska kaleik
    2
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    En ætlar Halla að stöðva xD mafíuna í starfsstjórn að gefa leyfi í náttúruauðlindir okkar? Byrjunin er Hvalur hvað svo? Þetta er starfsstjórn og allar stjórnmálalegar ákvarðanir eiga að bíða næstu ríkisstjórnar.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í tjald­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár