Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Jón í launalausu leyfi frá þingstörfum

Jón Gunn­ars­son er þriðji að­stoð­ar­mað­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is-, fé­lags-, vinnu­mark­aðs- og mat­væla­ráð­herra. Laun Jóns eru á pari við laun annarra að­stoð­ar­manna ráð­herra.

Jón í launalausu leyfi frá þingstörfum
Í leyfi Jón Gunnarsson hefur tekið sér launalaust leyfi frá þingmennsku á meðan hann gegnir starfi aðstoðarmanns matvælaráðherra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Jón Gunnarsson hefur tekið sér launalaust leyfi frá þingstörfum og hefur Sigþrúður Ármann tekið sæti á Alþingi sem hans varamaður. Jón var nýverið ráðinn aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar sem sinnir um þessar mundir þremur ráðuneytum, matvæla-, félags- og vinnumarkaðs- og forsætisráðuneyti. Jón hefur starfsaðstöðu í matvælaráðuneytinu en auk hans hefur Bjarni tvo aðra aðstoðarmenn, Hersi Aron Ólafsson og Áslaugu Maríu Friðriksdóttur.

Um stöðu Jóns og hlutverk fer, líkt og um aðra aðstoðarmenn ráðherra, samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands, segir í svari matvælaráðuneytis við fyrirspurn Heimildarinnar um starfskjör Jóns. Og í svari forsætisráðuneytis segir að hann njóti sömu kjara og aðrir aðstoðarmenn ráðherra.

Laun aðstoðarmanna voru í fyrra yfir 1,5 milljónir króna á mánuði.

Varð undir í slagnum um 2. sætið

Jón sóttist eftir að sitja áfram í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir bauð sig hins vegar óvænt fram í það sæti og hlaut það í kosningu flokksmanna. Jón afþakkaði nokkuð annað sæti á listanum.

Nokkrum dögum síðar var þó upplýst að hann tæki fimmta sæti á listanum og að hann yrði sérstakur fulltrúi Bjarna Benediktssonar í matvælaráðuneytinu. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Jón er að útbúa heimildina fyrir Hval sem verður kynnt fljótlega eftir kosningar.
    3
  • GRR
    Gísli Ragnar Ragnarsson skrifaði
    Hvernig ætli menn fari að því að koma sínum persónulega erindreka fyrir inni í ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands? Ætli sé bara sótt um?
    3
    • GRR
      Gísli Ragnar Ragnarsson skrifaði
      Nú höfum smáhugmynd um hvernig þetta gerist.
      Það er greinilega ekki sótt um.
      0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    xD mafían getu eytt óhemju almannafé í sjálfan sig, fé sem þeir hafa m.a. stolið af eldri borgurum
    2
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Fyrst að Jón er ekki matvælaráðherra ætli starfsheiti Hanns sé þá ekki Matráður. Bara pæling.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár