Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Vilja kaupa Toppstöðina fyrir 420 milljónir

Reykja­vík­ur­borg hef­ur nú við­ræð­ur við menn sem vilja breyta Topp­stöð­inni í Ellið­ár­dal í mið­stöð jaðarí­þrótta. Fé­lag mann­anna, UUT ehf. hef­ur boð­ið 420 millj­ón­ir í hús­næð­ið. Þeir áforma að rífa það vor­ið 2025 og fara í kjöl­far­ið í end­urupp­bygg­ingu.

Vilja kaupa Toppstöðina fyrir 420 milljónir
Framtíðin Svona sjá Hilmar og félagar hjá UUT fyrir sér Toppstöðina. Þeir áforma að hefja þar starfsemi í síðasta lagi haustið 2028. Fyrst sjá þeir fyrir sér að rífa húsið sem þar stendur og byggja nýtt. Mynd: UUT

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar gengi til samningaviðræðna við hæstbjóðanda um kaup á Rafstöðvarvegi 4, svokallaðri Toppstöð, sem staðsett er í Elliðaárdal. Hæstbjóðandinn er Hilmar Ingimundarson, stofnandi fjártæknifyrirtækisins Kernel Edge, sem vill semja við borgina fyrir hönd óstofnaðs félags, UUT ehf.

Hilmar bauð 420 milljónir í húsnæðið en Landsvirkjun bauð 300 milljónir. Landsvirkjun var þó klár í að reiða fram enn hærri fjárhæð, 725 milljónir, fyrir húsnæðið, byggingarrétt og gatnagerðargjöld á sér lóð.

Matsnefnd taldi tillögu UUT falla best að „hugmyndum Reykjavíkurborgar um sjálfbærni, hönnun, kolefnislosun og önnur umhverfissjónarmið“. UUT – sem Hilmar stendur að ásamt Loga Ólafssyni, kennara og þjálfara, og Hallgrími Þór Sigurðssyni arkitekt – áformar að byrja niðurrif toppstöðvarinnar vorið 2025 og endurbyggja hana strax í kjölfarið. Rekstur í húsinu á að fara af stað eigi síðar en haustið 2028. Þar sjá Hilmar og félagar fyrir sér „miðstöð útivistar og jaðaríþrótta á höfuðborgarsvæðinu.“ Þetta er þó allt háð því að samningar náist við borgina og lánsfé fáist.

Hæsta boð langt undir fasteignamati

Söluferlið fór af stað í júnímánuði en Reykjavíkurborg hefur átt húsnæðið síðan árið 2008 þegar Landsvirkjun afsalaði sér lóðinni og Toppstöðinni, sem var þá varastöð Landsvirkjunar. Síðan hefur verið þar svokallað frumkvöðlasetur.

Stöðin er tæpir 6.500 fermetrar að stærð og er gildandi fasteignamat tæpar 775 milljónir króna, samkvæmt Reykjavíkurborg.

Borgin hefur þrisvar sinnum auglýst eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu Toppstöðvarinnar undir jaðaríþróttir en þær viðræður skiluðu engri niðurstöðu og var því tekin ákvörðun um að selja. 

Fimm tilboð bárust í eignina, en auk Hilmars og Landsvirkjunar bauð Akstursíþróttafélag Íslands upp á skipti á lóð, Félagið APT Holdings, sem er að stærstum hluta í eigu Róberts Wessmans, bauð 25 milljónir og Iða ehf. 287 milljónir króna.

Hér má glöggva sig nánar á áformum UUT

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Guðrún Kristjánsdóttir skrifaði
    Hér vantar að nefna að húsið er einangrað með asbesti. Þess vegna er ekki búið að rífa það. Það yrði gríðarlega dýrt að rífa það á öruggan hátt og farga.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár