Samfylkingin er áfram stærsti flokkur landsins í nýrri fylgiskönnun Maskínu, sem birt er á Vísi. Viðreisn nálgast hins vegar flokkinn hratt og mælist nú með 19,4 prósenta fylgi, samanborið við 20,9 prósent Samfylkingar. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengju þessir tveir flokkar 31 þingsæti og þyrfti því aðeins einn þingmann til viðbótar til að geta myndað tveggja flokka meirihlutastjórn.
Framsóknarflokkurinn rís aðeins á milli kannana og mælist nú með 7,5 prósent fylgi. Það er fyrsta sinn í langan tíma sem fylgi flokksins eykst í könnunum Maskínu, en formaður Framsóknar, Sigurður Ingi Jóhannsson, vakti mikla athygli með ræðu um útlendingamál í fyrstu kappræðum formanna flokkanna sem fram fóru í sjónvarpssal RÚV. Könnunin var framkvæmd dagana 1.–6. nóvember og hófst hún því daginn eftir kappræðurnar.
Sjálfstæðisflokkur situr sem fyrr í fjórða sæti, með 13,3 prósent, sem er aðeins minna en …
Athugasemdir