Það er vel til fundið að taka saman rannsóknarritgerðir um feril og verk Gerðar Helgadóttur listakonu sem nú eru komnar saman í snotra bók með úrvali ljósmynda frá hennar einstaka ferli. Bókin er gefin út með þýðingum ritgerðanna og er í raun framhald á fyrri ritum um feril hennar, sýningarskrám, merkri ævisögu Elínar Pálmadóttur og stóru riti um safnið sem systkini hennar gáfu 1978 lista- og menningarsjóði Kópavogs sem leiddi til þess að Gerðarsafn reis og opnaði 1994.
Gerður er merkilegt fyrirbæri í íslenskri listasögu, á rétt þremur áratugum hleypti hún heimdraganum og gekk listagyðjunni á hönd, gekk slóð sem ýmsir fyrirrennarar hennar tóku og lá í mörgum tilvikum til annarra landa, margir listamenn okkar voru fyrir seinna stríð í raun landflótta, sumir ílentust á meginlandinu eða fyrir vestan haf, líka enn síðar: takmörkin sem þröngt samfélag bjó þeim til starfs og viðurværis neyddi þá til annarra landa. Líkt og …
Athugasemdir