Ég verð að viðurkenna að lýsing á bókinni höfðaði ekki til mín fyrir fram. „Miskunnarlaus framtíðarheimur“ er orðið að einhverri tuggu sem, þrátt fyrir mikilvægi góðra dystópía sem spegill samfélags og uppspretta mikilvægra spurninga, vilja þær stundum verða gaurslegar eins og í þeim sé leyndum draumum unglingsstráka og hræðilegum afleiðingum oftæknivæðingar fléttað saman. Titillinn fannst mér hins vegar mjög áhugavekjandi þar sem hugtakið gólem býður strax upp á margar hugrenningar. Í þessari bók nýtir Steinar Bragi hverja merkingu gólemsins í sögusköpuninni listilega og ég gleymdi hugleiðingum mínum um gaurabækur á ca fyrstu blaðsíðunni.
Ekkert ,,gaurslegt“ við þessa bók
Spennustig bókarinnar er óneitanlega hátt og er eins og lesanda sé fleygt öfugum inn í hringiðuna við upphaf lesturs. Undirrituð þurfti vatnspásu eftir fyrsta kafla – svo öflugur var hann. En það er ekkert „gaurslegt“ við þessa bók. Hún er últra spennandi, já, tæknilega flókin og átakamikil, já – en …
Athugasemdir