Eysteinn og Salóme: Ferðin til Sarabíu
Í Bíó Paradís er margt um að vera þessa dagana. Í vikunni hefur staðið yfir Alþjóðlega barnakvikmyndahátíð Reykjavíkur sem nær fram að helgi.
Ein af þeim myndum sem boðið er upp á er Eysteinn og Salóme: Ferðin til Sarabíu. Myndin er frá Frakklandi og Lúxemborg og er gerð undir leikstjórn Jean-Christophe Roger og Julien Chheng.
Í upphafi myndarinnar kynnumst við birninum Eysteini þegar vinkona hans Salóme vekur hann upp úr þriggja mánaða dvala. Þau búa í sama húsi og lifa einföldu lífi, þar sem þau spila tónlist á götum úti til að sjá fyrir sér. Þau búa við svaka fátækt og við kynnumst þeim á tímapunkti þar sem þau eiga engan pening. Tónlistin er þeirra ástríða, þeirra unaður, þeirra ævistarf, þeirra tryggð á kjörum.
Allt snýst hins vegar á hvolf þegar Salóme brýtur óvart uppáhaldsfiðlu Eysteins sem er niðurbrotinn vegna þess. Fiðlan var búin til í heimabæ Eysteins og …
Athugasemdir