Verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar stefnir að því að leggja skýrslu með tillögum að flokkun tíu vindorkukosta fram til opins samráðs á næstu tveimur vikum. Þetta segir í svari Sóleyjar Bjarnadóttur, starfsmanns verkefnisstjórnar, við fyrirspurn Heimildarinnar. Að loknu samráði, þar sem allir geta komið með athugasemdir, fer tillaga verkefnisstjórnar til ráðherra umhverfismála. Það er hans að leggja fram þingsályktunartillögu með flokkun virkjanakosta í ýmist nýtingar-, bið- eða verndarflokk, byggða á tillögum verkefnisstjórnar og athugasemdum við þær, sem Alþingi tekur svo til meðferðar og afgreiðslu.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði í haust fram á Alþingi í annað sinn tillögu að stefnu stjórnvalda í vindorkumálum og breytingartillögu laga um rammaáætlun sem fjallaði sérstaklega um vindorku. Áður en umræða um þau mál hófst var ríkisstjórnarsamstarfinu slitið og engin opinber stefna í nýtingu vindorku liggur því fyrir. Þrátt fyrir það heldur verkefnisstjórnin …
Athugasemdir (2)