Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ársverðbólga lækkar á milli mánaða

Síð­asta verð­bólgu­mæl­ing Hag­stof­unn­ar fyr­ir kom­andi vaxta­ákvörð­un Seðla­bank­ans sýn­ir áfram­hald­andi lækk­un. Verð­bólg­an mæl­ist nú 5,1 pró­sent og lækk­ar lít­il­lega á milli mán­aða.

Ársverðbólga lækkar á milli mánaða
Fasteignaverð leiðandi Hækkun fasteignaverðs hefur verið leiðandi þáttur í þeirri verðbólgutíð sem Íslendingar hafa fengið að kynnast síðastliðin misseri. Mynd: Shutterstock

Ársverðbólga mælist nú 5,1 prósent og lækkar því um 0,3 prósentustig á milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst lægri á Íslandi síðan í nóvember árið 2021.

Þetta er síðasta verðbólgumælingin sem Hagstofan birtir fyrir næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans, sem verður kynnt af peningastefnunefnd bankans 20. nóvember.

Minni hækkun fasteignaverðs er einn stærsti áhrifaþátturinn í þessari þróun. Matvara og ferðakostnaður hækkar hins vegar á milli mánaða; matur um 1 prósent og flugsamgöngur um 6,6 prósent. 

Vísitölubreyting á milli mánaða nemur í heild 0,28 prósentum sem er nokkur viðsnúningur frá síðustu mælingu, þegar vísitalan lækkaði um 0,24 prósent. Það er þó nokkuð óvanaleg þróun, að vísitalan lækki á milli mánaða. 

Verðbólgan sem talað er um og stendur nú í 5,1 prósenti er breyting á vísitölu neysluverðs á ársgrundvelli. Hér fyrir neðan má sjá töflu Hagstofunnar sem sýnir breytingu undirliða í verðbólgumælingunni og hvernig þeir hafa þróast á síðustu tólf mánuðum. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár