Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Selenskí á Þingvöllum: „Við þurfum raunverulegan stuðning“

Volodómír Selenskí kom á Þing­velli rétt fyr­ir klukk­an fjög­ur, þar sem Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra tók á móti hon­um. Kald­ur gust­ur og rign­ing set­ur svip sinn á heim­sókn­ina.

Selenskí á Þingvöllum: „Við þurfum raunverulegan stuðning“
Tvíhliða Bjarni og Selenskí eru tveir einir á fundi á Þingvöllum. Mynd: Golli

„Takk fyrir boðið,“ sagði Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í rigningu og köldum vindi á tröppum Þingvallabæjarins. Opinber heimsókn Úkraínuforseta hefst á Þingvöllum og stendur fram á morgun, þar sem hann mun meðal annars funda með Höllu Tómasdóttur, forseta, og öðrum forsætisráðherrum Norðurlandaþjóða. 

Áður en hann gekk inn í Þingvallabæinn sagði Selenskí meðal annars að munurinn á Rússlandi og Úkraínu væru sá að Rússum væri alveg sama um mannfall á vígvellinum. Síðast í morgun hafi hann talað við hershöfðingja sinn í austurhluta landsins sem hafi upplýst hann að í gær hafi 800 rússneskir hermenn fallið í átökunum.

„Þeir hugsa ekki um þetta. En við þurfum að hugsa um fólkið og svo landið. En við stöndum eins sterk og við getum,“ sagði hann.  

Selenskí þakkaði fyrir þann stuðning sem Íslendingar og aðrar þjóðir Norður-Evrópu hafa þegar veitt en kallaði eftir meiru. „Við þurfum raunverulegan stuðning,“ sagði hann. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár