Selenskí á Þingvöllum: „Við þurfum raunverulegan stuðning“

Volodómír Selenskí kom á Þing­velli rétt fyr­ir klukk­an fjög­ur, þar sem Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra tók á móti hon­um. Kald­ur gust­ur og rign­ing set­ur svip sinn á heim­sókn­ina.

Selenskí á Þingvöllum: „Við þurfum raunverulegan stuðning“
Tvíhliða Bjarni og Selenskí eru tveir einir á fundi á Þingvöllum. Mynd: Golli

„Takk fyrir boðið,“ sagði Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í rigningu og köldum vindi á tröppum Þingvallabæjarins. Opinber heimsókn Úkraínuforseta hefst á Þingvöllum og stendur fram á morgun, þar sem hann mun meðal annars funda með Höllu Tómasdóttur, forseta, og öðrum forsætisráðherrum Norðurlandaþjóða. 

Áður en hann gekk inn í Þingvallabæinn sagði Selenskí meðal annars að munurinn á Rússlandi og Úkraínu væru sá að Rússum væri alveg sama um mannfall á vígvellinum. Síðast í morgun hafi hann talað við hershöfðingja sinn í austurhluta landsins sem hafi upplýst hann að í gær hafi 800 rússneskir hermenn fallið í átökunum.

„Þeir hugsa ekki um þetta. En við þurfum að hugsa um fólkið og svo landið. En við stöndum eins sterk og við getum,“ sagði hann.  

Selenskí þakkaði fyrir þann stuðning sem Íslendingar og aðrar þjóðir Norður-Evrópu hafa þegar veitt en kallaði eftir meiru. „Við þurfum raunverulegan stuðning,“ sagði hann. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var að mála partíið innra með mér“
1
Viðtal

„Ég var að mála par­tí­ið innra með mér“

„Að losa mig við nauðg­un­ar­byrð­ina end­ur­nýj­aði mig sem höf­und og lista­mann,“ seg­ir Hall­grím­ur Helga­son, nú þeg­ar hann fagn­ar list­ræn­um sigr­um – sem hefðu jafn­vel ekki orð­ið svo magn­að­ir án áfalla for­tíð­ar. Sköp­un hans á sér eng­in tak­mörk, líkt og sjá má á yf­ir­lits­sýn­ingu á verk­um hans og í loka­bindi þrí­leiks hans. Hann ræð­ir eitt eitr­að­asta mál­ið sem skek­ið hef­ur ís­lensk­an bók­mennta­heim; þeg­ar hann steig fram sem þol­andi nauðg­un­ar og mætti háði vold­ugra penna – með­al ann­ars hjá RÚV.
Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum
3
ViðtalUm hvað er kosið?

Fyll­ist „rosa­leg­um van­mætti“ yf­ir fast­eigna­mark­að­in­um

Ein­stæð­ur fað­ir á fer­tugs­aldri seg­ir að hon­um líði eins og hann þyrfti að vinna í lottó til að geta keypt litla íbúð í ná­grenni við barn­s­móð­ur sína og leik­skóla dótt­ur­inn­ar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Í dag er Ragn­ar Ág­úst Nathana­els­son á stúd­enta­görð­um í Vatns­mýr­inni en þeg­ar nám­inu lýk­ur virð­ist blasa við hon­um frem­ur erf­ið staða.
Með yfirgangi skal hval drepa
6
AðsentAlþingiskosningar 2024

Bjarki Hjörleifsson

Með yf­ir­gangi skal hval drepa

„Helsti tals­mað­ur hval­veiða og bar­áttu­mað­ur, Jón Gunn­ars­son, fær nú tæki­færi til þess að vinna að út­gáfu lang­tíma­leyf­is til hval­veiða, í starfs­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar,“ skrif­ar Bjarki Hjör­leifs­son í að­sendri grein en hann er fyrr­ver­andi að­stoð­ar­mað­ur mat­væla­ráð­herra sem nú skip­ar 2. sæti á lista VG i Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
3
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu