Viðreisn tekur stökk og Píratar mælast utan þings

Sam­fylk­ing­in mæl­ist áfram stærsti flokk­ur­inn en Við­reisn hef­ur tek­ið fram úr Mið­flokki sem sá næst stærsti. Pírat­ar mæl­ast ut­an þings, líkt og Vinstri græn og Sósí­al­ist­ar. Út­lit er fyr­ir að fjöl­mörg vinstri-at­kvæði falli nið­ur dauð.

Viðreisn tekur stökk og Píratar mælast utan þings
Á svífandi siglingu Þorgerður Katrín Mynd: Golli

Flug virðist vera á fylgi Viðreisnar sem mælist annar stærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu. Fylgið mælist 16,2 prósent hjá Viðreisn en 15,9 prósent hjá Miðflokki. Munurinn á þeim er þó ekki tölfræðilega marktækur. Samfylkingin mælist enn stærsti flokkurinn með 22,2 prósent. Flokkurinn heldur áfram að dala, líkt og hann hefur gert í síðustu fimm könnunum. 

Utan þingsÞórhildur Sunna hefur verið talsmaður Pírata en flokkurinn mælist nú í fyrsta sinn í langan tíma utan þings.

Fylgi Vinstri gænna mælist 3,8 prósent, sem er litlu minna en fylgi Sósíalista, sem mælast með slétt fjögur prósent. Píratar virðast hins vegar stefna út af þingi, því fylgi flokksins mælist í könnun Maskínu undir fimm prósenta þröskuldinum. Píratar njóta stuðnings 4,5 prósent. 

Vinstri atkvæði líkleg til að deyja

Að því gefnu að Vinstri græn og Sósíalistar fái ekki kjördæmakjörinn þingmann, þýðir það að 7,8 prósent af atkvæðum á vinstri vængnum falla niður dauð. 

Samkvæmt mörgum mælikvörðum, svo sem kosningaprófi Heimildarinnar og Stundarinnar fyrir síðustu kosningar, mætti staðsetja Pírata vinstra megin við miðju líka. Væri það gert, er útlit fyrir að 12,3 prósent atkvæða þeirra sem staðsetja sig þeim megin á ásnum skili ekki neinum á þing. 

Græningjar mælast með 0,8 prósent og langt frá þingsæti í könnunni, en Bjarni Jónsson, þingmaður sem nýlega yfirgaf Vinstrihreyfinguna grænt framboð, gekk til liðs við flokkinn á dögunum. 

Til samanburðar er samanlagt fylgi þessara flokka, sem ekki njóta nægs stuðnings hver fyrir sig til að komast á þing, er ekki nema um einu prósentustigi undir fylgi Sjálfstæðisflokksins. 

Hægri bylgja í kortunum

Svo virðist hins vegar vera að hægri bylgja sé í kortunum. Viðreisn skilgreinir sig sem miðjuflokk en er upphaflega klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokki, sem lengi var eini hægriflokkur landsins. Miðflokkurinn er, þrátt fyrir nafnið, nokkuð afgerandi hægriflokkur og formaður og stofnandi Flokks fólksins hefur í fyrri kosningum skilgreint flokkinn sem hægri flokk. 

Samanlagt hafa þessir fjórir flokkar 55,3 prósent fylgi í könnuninni. 

Til viðbótar má svo telja Lýðræðisflokk Arnars Jónssonar, fyrrverandi varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem mælist með 1,6 prósent fylgi í könnuninni. 

Þeir þrír flokkar sem tala inn á miðjuna, Viðreisn, Samfylking og Framsóknarflokkur, mælast samanlagt með 45,3 prósent. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Byggjum við af gæðum?
6
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
2
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár