Margrét gjörþekkir jólabókaflóðið, enda búin að gefa út fjölmargar bækur en frumleiki einkennir mörg verk hennar, meðal annars að því leyti að myndskreytingar og hönnun þeirra hafa ekki minna gildi en textinn sjálfur.
Nú í ár er það bókin Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum – sem hún gerði ásamt Lindu Ólafsdóttur, en þær hafa vakið athygli fyrir bækur sínar sem búa ekki síður að ásýnd en innihaldi. Í bókinni er fjallað um listamanninn Einar Jónsson og konu hans Önnu en þau stofnuðu fyrsta listasafnið á Íslandi í eigin húsnæði: Listasafn Einars Jónssonar. Bókin er barnabók – fyrir börn á öllum aldri. Frumlegur og girnilegur gripur en um leið til marks um hvernig bækur geta verið alls konar.
Því hefur verið fleygt að nú þegar bókin á í vök að verjast og sífellt fleiri hlusta á hljóðbækur, þá skipti bókin sem bókverk meira máli. Að gripurinn sem slíkur …
Athugasemdir