Óhætt er að segja að næsta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar, 20. nóvember, verði pólitískt hlaðin, enda þá einungis tíu dagar til kosninga. Fátt snertir fjárhagslega heilsu venjulegs fólks á Íslandi í dag meira en vaxtastigið og staða fólks á húsnæðismarkaði. Vaxtalækkunarferlið hófst í síðustu ákvörðun en stórar spurningar eru uppi um hvort það muni halda áfram nú.
Miklar verðhækkanir, há leiga og háir vextir hafa sett svip sinn á fasteignamarkaðinn á undanförnum árum. Húsnæðismálin verða að líkindum í brennidepli í þeirri kosningabaráttu sem farin er í hönd, en framboð húsnæðis hefur alls ekki mætt eftirspurn á undanförnum árum. Þrátt fyrir það hefur sjaldan verið jafnmikið byggt af nýjum íbúðum.
Aðgerðir Seðlabankans, með hækkun vaxtastigs í landinu upp í tæp 10 prósent og hertum skilyrðum um tekjur lántaka, virðast hins vegar byrjaðar að kæla húsnæðismarkaðinn. Meðalsölutími nýrra íbúða fer vaxandi og nýjar íbúðir, sérstaklega þær sem eru í dýrari kantinum, seljast nú talsvert …
Athugasemdir (1)