Hin 27 ára gamla Afomia Mekonnen hefur lengi unnið að því markmiði að eignast sína eigin íbúð. Hún sér loks fram á það að geta keypt fasteign í nálægri framtíð ásamt vinkonu sinni.
Afomia segir að auðvitað væri frábært ef hún væri fær um að kaupa íbúð alveg sjálf. Slíkt er þó á valdi fæstra. „Mér finnst mjög margir kaupa með foreldrum. Mér finnst það vera normið. Ég þekki ekki til fólks sem er að kaupa íbúðirnar sínar án aðstoðar, í raun,“ segir hún.
„Ertu með maka?“
Fyrir fimm árum ætlaði Afomia að láta á það reyna að kaupa sína eigin íbúð og fór í greiðslumat hjá Íslandsbanka. Hún var þá búin að safna sér skikkanlegri upphæð fyrir útborgun og var í fullu starfi með góð laun.
Afomia segir að niðurstaða greiðslumatsins hafi komið sér mjög á óvart. „Ég gat ekki keypt. Greiðslugetan mín var 180 þúsund krónur. Ég var …
Athugasemdir