Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Ég var að mála partíið innra með mér“

„Að losa mig við nauðg­un­ar­byrð­ina end­ur­nýj­aði mig sem höf­und og lista­mann,“ seg­ir Hall­grím­ur Helga­son, nú þeg­ar hann fagn­ar list­ræn­um sigr­um – sem hefðu jafn­vel ekki orð­ið svo magn­að­ir án áfalla for­tíð­ar. Sköp­un hans á sér eng­in tak­mörk, líkt og sjá má á yf­ir­lits­sýn­ingu á verk­um hans og í loka­bindi þrí­leiks hans. Hann ræð­ir eitt eitr­að­asta mál­ið sem skek­ið hef­ur ís­lensk­an bók­mennta­heim; þeg­ar hann steig fram sem þol­andi nauðg­un­ar og mætti háði vold­ugra penna – með­al ann­ars hjá RÚV.

Segja má að Hallgrímur andi með samfélaginu. Sem rithöfundur, listamaður og samfélagsrýnir. Þessi hlutverk renna saman í eina rödd; eins ríka af orðum og hún er litrík og kröftug.

Það hefur verið mín helsta pólitíska skylda að vera á vaktinni gagnvart spillingu og misbeitingu valds,segir hann aðspurður um samfélagsrýnina sem lúrir einnig í bókum hans. Ég er lélegri í launatöflum, efnahagsmálum og verkalýðsbaráttu; ekki vel læs á peningamál. En þegar kemur að réttlætismálum og spillingarmálum er ég á heimavelli. Þá reyni ég að láta heyra í mér.

Hvaðan kemur sú hvöt, að finna til pólitískrar skyldu?

Ég fékk eitt sinn heiðursorðu frá Frökkum. Af því tilefni flutti franski sendiherrann ræðu um leið og hann setti á mig orðuna og sagði að ég væri „écrivain engagé“ – en það er ákveðið hugtak sem Frakkar eiga yfir þá rithöfunda sem auk þess að skrifa skáldskap blanda …

Kjósa
71
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þórdís Þórðardóttir skrifaði
    Flott viðtal. Gleymi því aldrei hvað mér brá mikið við skrif Guðbergs. Þarna opinberaði hann svo mikla sjálfsfyrirlitningu og misnotaði vald sitt til að verja nauðganir. Guðbergur trónaði í efstu sætum íslenskra rithöfunda á mínum lista en ég hef æ síðan átt erfitt með að greina verk hans frá hans persónu eftir að hann opinberaði sig í þessari andstyggilegu grein.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár