Þann 15. maí sendi umboðsmaður barna bréf til mennta- og barnamálaráðherra vegna námsúrræðis fyrir nemendur á framhaldsskólaaldri sem rekið er af Klettabæ ehf. Erindi umboðsmanns var ítrekað 24. september. Svar frá mennta- og barnamálaráðherra barst 9. október, fimm mánuðum eftir að fyrirspurin var send. Þar kom þó ekki fram hversu mörg börn nýta úrræðið, sem var meðal þess sem umboðsmaður barna vildi vita.
Ráðherra svaraði því til í sumar að umrætt námsúrræði sé fyrir „örfáa nemendur“ en það hefur síðan ekki verið skýrt nánar. Þetta kom reyndar fram í svari við allt annarri fyrirspurn sem var almennt um fræðsluskyldu stjórnvalda og rétt barna til að hefja nám við hæfi í framháldsskóla.
Í svari ráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, fyrr í þessum mánuði kom fram að úrræði Klettabæjar sé ekki með viðurkenningu sem framhaldsskóli en ákveðið hafi verið að tengja framhaldsskóla sem faglegan bakhjarl við Klettabæ og ráðuneytið hafi fengið Framhaldsskólann í …
Athugasemdir (1)