Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Örfáir nemendur“ en ráðuneytið veit ekki hversu margir

Námsúr­ræði sem Kletta­bær býð­ur börn­um og ung­menn­um með fjöl­þætt­an vanda sem þar dvelja er ekki með við­ur­kenn­ingu sem fram­halds­skóli. Um­boðs­mað­ur barna ósk­ar svara frá mennta- og barna­mála­ráð­herra vegna mats á ár­angri og gæð­um. Ráð­herra hef­ur ekki svar­að fimm mán­aða gam­alli fyr­ir­spurn um hversu marg­ir nýta úr­ræð­ið.

„Örfáir nemendur“ en ráðuneytið veit ekki hversu margir
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur ekki svarað Salvöru Nordal, umboðsmanni barna, sem skyldi vegna námsúrræðis fyrir nemendur á framhaldsskólaaldri sem rekið er af Klettabæ ehf.

Þann 15. maí sendi umboðsmaður barna bréf til mennta- og barnamálaráðherra vegna námsúrræðis fyrir nemendur á framhaldsskólaaldri sem rekið er af Klettabæ ehf. Erindi umboðsmanns var ítrekað 24. september. Svar frá mennta- og barnamálaráðherra barst 9. október, fimm mánuðum eftir að fyrirspurin var send. Þar kom þó ekki fram hversu mörg börn nýta úrræðið, sem var meðal þess sem umboðsmaður barna vildi vita. 

Ráðherra svaraði því til í sumar að umrætt námsúrræði sé fyrir „örfáa nemendur“ en það hefur síðan ekki verið skýrt nánar. Þetta kom reyndar fram í svari við allt annarri fyrirspurn sem var almennt um fræðsluskyldu stjórnvalda og rétt barna til að hefja nám við hæfi í framháldsskóla.

Í svari ráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, fyrr í þessum mánuði kom fram að úrræði Klettabæjar sé ekki með viðurkenningu sem framhaldsskóli en ákveðið hafi verið að tengja framhaldsskóla sem faglegan bakhjarl við Klettabæ og ráðuneytið hafi fengið Framhaldsskólann í …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Enn og aftur er Barnamálaráđherra sakađur um vanrækslu í sínum störfum, er ekki bara best ađ kjósa Framsókn og fá einhverja frændur um ađ sjá um málin !
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár