Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

17 ára piltur lést í eldsvoða á Stuðlum

Al­var­legt at­vik varð á Stuðl­um í morg­un þeg­ar eld­ur kom upp á neyð­ar­vist­un með þeim af­leið­ing­um að barn lést og starfs­mað­ur slas­að­ist. For­stjóri Barna- og fjöl­skyldu­stofu vott­ar að­stand­end­um barns­ins sína dýpstu sam­úð.

17 ára piltur lést í eldsvoða á Stuðlum

„Öll vinna á heimilum og stofnunum Barna- og fjölskyldustofu miðar að því að öryggi barna og starfsfólks sé tryggt. Stofnunin harmar að það hafi ekki tekist í dag og er í djúpri sorg yfir þessu alvarlega atviki,“ segir í tilkynningu frá forstjóra Barna- og fjölskyldustofu, Ólöfu Ástu Farestveit, vegna eldsvoða sem kom upp á neyðarvistum Stuðla í morgun með þeim afleiðngum að 17 ára piltur, sem þar var vistaður, lést og starfsmaður slasaðist. „Ég votta aðstandendum barnsins mína dýpstu samúð,“ segir Ólöf einnig.

Í tilkynningunni kemur fram að aðgerðir frá því í morgun, þegar eldurinn kom upp, hafi miðað að því að tryggja áfram öryggi og velferð allra sem málið snerti. Gerðar hafa verið ráðstafanir fyrir börnin sem voru vistuð á Stuðlum og áfallateymi Rauða krossins kallað til. Lögreglan fer með rannsókn málsins.

„Ljóst er að húsnæði Stuðla er skemmt og ekki unnt að halda þar úti hefðbundinni þjónustu. Búið er að gera samkomulag við SÁÁ um tímabundin afnot af húsnæði á Vogi, þar hefur verið hliðrað til svo hægt sé að bregðast við stöðunni á meðan unnið er að viðgerðum á Stuðlum. Um er að ræða húsnæði sem er unnt að aðskilja frá almennri starfsemi þar sem sérfræðingar Stuðla og Barna- og fjölskyldustofu munu hlúa áfram að börnunum. 

Viðgerðum á Stuðlum verður flýtt eins og unnt er og áhersla lögð á að ljúka uppbyggingu annarra meðferðarúrræða sem unnið hefur verið að. Fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu þakka ég viðbragðsaðilum og barnaverndarþjónustum sveitarfélaga fyrir viðbrögð þeirra í morgun. Ég þakka um leið SÁÁ fyrir skjót viðbrögð og stuðning,“ segir í tilkynningu Ólafar. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu