Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Maður og hestur til orrustu fyrir Frakkland

Á þess­um degi fyr­ir 609 ár­um var háð fræg orr­usta við franska þorp­ið Az­incourt nyrst í Frakklandi. Hún var hluti af 100 ára stríði Eng­lend­inga og Frakka.

Maður og hestur til orrustu fyrir Frakkland

Hesturinn var kátur. Hann stóð þarna í röð með öllum félögum sínum og þeir voru hressir og uppveðraðir. Sjálfur var hesturinn ungur og óreyndur miðað við flesta félagana sem voru ráðsettir og jafnvel orðnir miðaldra sumir, en hann fann ekki betur en allir væru jafntilbúnir til þess sem nú fór í hönd. Þetta yrði eitthvað, þóttist hesturinn vita.

MAÐURINN:

Honum hló hugur í brjósti. Þeir ensku myndu ekki sleppa. Þeir höfðu marserað á flótta sínum í miklum flýti í hálfan mánuð og voru nærri komnir til Calais sem þeir höfðu haldið í næstum hundrað ár, en nú voru þeir að þrotum komnir. Fangar sem höfðu verið teknir sögðu frá því að sóttir herjuðu á ensku hermennina, þeir voru vistalistir og svangir og eflaust ekki nema 8.000 manns alls og þar af voru riddarar teljandi á fingrum annarrar handar. Frakkar höfðu fjórum sinnum fleiri undir vopnum og þar af hundruð glæstra …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár