Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

200 milljónir í endurbætur á nýjum leikskóla

Áætl­að­ur kostn­að­ur við fram­kvæmd­ir vegna end­ur­bóta á hús­næði leik­skól­ans Brákar­borg­ar er um 200 millj­ón­ir króna. Leik­skól­inn hóf starf­semi fyr­ir tveim­ur ár­um í end­ur­nýj­uðu hús­næði við Klepps­veg sem áð­ur hýsti kyn­lífs­hjálp­ar­tækja­versl­un.

200 milljónir í endurbætur á nýjum leikskóla
Mistök í hönnun og framkvæmd Þak leikskólans Brákarborgar, sem hóf starfsemi á Kleppsvegi fyrir tveimur árum, stenst ekki burðarþol. Torf á þakinu hefur verið fjarlægt og framkvæmdir eru í undirbúningi. Áætlaður kostanður er 200 milljónir króna. Mynd: Golli

Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna endurbóta á húsnæði leikskólans Brákarborgar. Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er um 200 milljónir króna.

Leikskólinn Brákarborg var áður til húsa við Brákarsund en starfsemin var flutt á Kleppsveg 150 til 152 sumarið 2022 í uppgert húsnæði þar sem kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva var áður til húsa. Á Brákarborg eru 100 börn á sex deildum og á leikskólanum starfa um 30 manns. Þegar leikskólinn tók til starfa á Kleppsvegi fékk Reykja­vík­ur­borg viður­kenn­ing­una Grænu skófl­una fyr­ir bygg­ingu leik­skól­ans en verðlaunin eru veitt fyr­ir mann­virki sem byggt hef­ur verið með framúrsk­ar­andi vist­væn­um og sjálf­bær­um áhersl­um.

Skömmu eftir verðlaunaafhendinguna ákvað umhverfis- og skipulagssvið að fara í ítarlega skoðun á burðarvirki Brákarborgar í kjölfar ábendingar starfsfólks. Reykjavíkurborg fékk verkfræðistofurnar Verkís og VSÓ til að taka út burðarvirki leikskólans eftir að athugasemdir bárust. Niðurstaða þeirra er að þakið stenst ekki ítrustu staðla nútímabygginga varðandi burðarþol. Í ljós kom að reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þakinu var meira en tilgreint var á teikningum.

„Því sé ljóst að mistök voru gerð í hönnun og/eða framkvæmd við Brákarborg. Reykjavíkurborg hefur þegar sent öllum verktökum og ráðgjöfum sem komu að verkinu formlegt bréf þar sem tilkynnt er um mögulega hönnunar- og eða framkvæmdagalla og að skoðað verði hvar ábyrgðin liggi,“ segir í greinargerð borgarráðs sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri undirritaði 20. ágúst síðastliðinn. Ákveðið var að rýma leikskólann og var starfsemin flutt í Ármúla 28 til 30 þar sem hún verður á meðan framkvæmdir standa yfir. 

„Því sé ljóst að mistök voru gerð í hönnun og/eða framkvæmd við Brákarborg“
Úr greinargerð um Brákarborg,
undirrituð af Einari Þorsteinssyni borgarstjóra

Í framhaldi af því var lagt til að borgarráð samþykkti að fela Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar að ráðast í heildarúttekt á ferlinu í kringum byggingu leikskólans Brákarborgar þegar kemur að hönnun, framkvæmdum og eftirliti leikskólans. Það hefur nú gengið eftir og áætlað er að framkvæmdir hefjist bráðlega. Meðal þess sem verður gert er að fjarlægja torf af þaki leikskólans, uppbygging þakvirkis verður endurskoðuð og endurhönnuð ásamt því að styrkingum verður bætt við innanhúss.

Foreldrar á Brákarborg voru boðaðir á upplýsingafund á miðvikudag þar sem farið var yfir framkvæmdaáætlun. Áætlað er að framkvæmdunum verði lokið á fyrri helmingi næsta árs.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár