Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.

Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
Enn í ráðherrastólunum Svandís Svavarsdóttir og Bjarni Benediktsson sátu hlið við hlið á þingfundinum í morgun, í ráðherrastólum sínum. Eftir ríkisráðsfund í kvöld verða ráðherrar VG ekki lengur ráðherrar. Mynd: Golli

„Þótt ríkisstjórnin geti gengið stolt frá borði var erindi hennar komið á endastöð. Ég leit svo á að ég væri að bregðast sjálfum mér, mínum flokki og umfram allt landsmönnum öllum með því að þykjast geta leitt stjórnina áfram án sáttar,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, á þingfundi í morgun eftir að forseti Alþingis tilkynnti um þingrof og alþingiskosningar. 

Bjarni sagði skortinn á sátt í ríkisstjórninni hafa átti við  „áframhaldandi styrkingu landamæranna og frekari uppbyggingu í orkumálum en ekki síður blasti við í sífellt meiri mæli grundvallarmunur á sýn okkar þegar kom að þáttum eins og aðhaldi í ríkisútgjöldum, málum sem varða uppbyggingu nýrra atvinnugreina og frelsi einstaklingsins,“ sagði Bjarni. 

Þá hvatti hann þingheim til að nýta vel þann stutta tíma sem er fram að kosningum. „Okkar stærsta verkefni er að sýna áfram aðhald í ríkisfjármálum eins og það birtist í fjárlagafrumvarpinu sem fram er komið. Við skulum sameinast um að samþykkja aðhaldssöm fjárlög fyrir árið 2025. Þótt hér sé enginn starfandi meiri hluti er verkið þessu þingi alls ekki ofvaxið, ljúkum störfum okkar með sóma, sinnum þeim starfa sem landsmenn völdu okkur til og höldum svo út í drengilega kosningabaráttu,“ sagði Bjarni. 

Ekki rætt áður á fundi ríkissstjórnar

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, var kynnt í pontu af forseta þingsins sem innviðaráðherra en hún er ráðherra þar til breytingar á ríkisstjórninni verða formlega gerðar á ríkisráðsfundi sem fram fer á Bessastöðum klukkan 18 í dag. 

„Við ræðum hér tilkynningu forsætisráðherra um þingrof og kosningar á krefjandi tímum í efnahagsmálum og upp er komin staða sem varðar okkur öll,“ sagði Svandís, en rakti síðan atburðarásina í aðdraganda þingrofsins. 

„Sunnudaginn 13. október upplýsti forsætisráðherra mig óformlega um þá fyrirætlan sína að leggja fyrir forseta tillögu um að rjúfa Alþingi og boða til kosninga, samanber 24. grein stjórnarskrárinnar. Í beinu framhaldi hélt forsætisráðherra blaðamannafund þar sem hann gerði grein fyrir þessum áformum. Næsta dag, mánudaginn 14. október 2024, hélt forsætisráðherra til fundar við forseta Íslands þar sem hann bar upp tillögu sína um þingrof,“ sagði Svandís og benti á að fundurinn hafi farið fram án þess að tillagan hefði verið áður rætt á fundi ríkisstjórnarinnar. 

Uppnám og vandræðagangur

„Þriðjudaginn 15. október 2024 hélt forsætisráðherra aftur á fund forseta og lagði þar fram beiðni um lausn frá embætti fyrir hönd sína og ráðuneytis síns, samanber 15. grein stjórnarskrárinnar. Sú beiðni hafði heldur ekki verið rædd í ríkisstjórn. Sama dag gaf forseti frá sér yfirlýsingu um að fallist væri á tillögur um þingrof og lausnarbeiðni forsætisráðherra. Forsætisráðherra gerði framangreindar ráðstafanir allar án þess að þær hafi fyrst verið ræddar í ríkisstjórn. Það uppnám og vandræðagangur sem á eftir fylgdi er afleiðing þess að forsætisráðherra hafði ekki undirbúið neitt og tók í raun ákvörðun og ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki sem forsætisráðherra. Formsatriðum verður svo ekki í raun fullnægt fyrr en á ríkisráðsfundi síðar í dag þar sem hin lögformlegu ríkisstjórnarskipti fara fram,“ sagði Svandís.

Í fyrradag sagði Svandís að Vinstri græn myndu ekki taka þátt í starfsstjórn fram að kosningum og gaf þá sömuleiðis út að næsta dag yrðu ráðherrar flokksins orðnir að almennum þingmönnum. Seinna kom í ljós að ákveðin formsatriði þyrfti að uppfylla áður en það yrði staðan, formsatriði sem verða afgreidd á ríkisráðsfundi, en Svandís sagði ennfremur í gær að hún hafi fengið „misvísandi“ skilaboð frá forsætisráðuneytinu um hvenær ráðherrar Vinstri grænna hættu að vera ráðherrar. 

Formlegs samstarfs VG og Sjálfstæðisflokks lokið

Svandís vék síðan að því sem gerist eftir ríkisráðsfundinn: „Við tekur stjórn sem þingflokkur VG hefur ákveðið að eiga ekki aðild að enda mundi þá innan hennar ríkja fullkomið vantraust þar sem Bjarni Benediktsson hefur reynst óhæfur til að leiða ríkisstjórn og það er ekki gott fyrir fólkið í landinu. Þar með er það skýrt tímabili. Formlegs samstarfs VG við Sjálfstæðisflokkinn er lokið. Það er sögulegt og áhugavert hvað það er sem rekur forsætisráðherra til að rjúfa sjö ára samstarf einhliða og í fjölmiðlum. Líkast til eru það flokkshagsmunir og hagsmunir hans sjálfs sem foringja í kreppu sem vega þar þyngst. Það er hans mat,“ sagði Svandís.

Kristrún ræddi ekki þingrofið

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kom hvorki inn á þingrof eða átök milli þeirra flokka sem skipuðu ríkisstjórnina í ræðu sinni á Alþingi í dag heldur talaði um komandi kosningar og áherslumál Samfylkingar. Samfylkingin hefur endurtekið mælst stærsti flokkur landsins samkvæmt skoðanakönnunum og má því reikna með að flokkurinn bæti við sig þingmönnum eftir kosningarnar. 

„Nú er það fólkið sem fær valdið aftur í sínar hendur og tækifæri til að velja leiðina áfram fyrir Ísland, nýtt upphaf eða meira af því sama, traust, forysta eða áframhaldandi óreiða, sterk velferð, stolt þjóð eða harðlínu hægri stjórn, með leyfi forseta: Ég hef aldrei hlakkað eins mikið til að kjósa. Það er eitthvað að gerast hérna og við þurfum nýtt upphaf. Það var eldri maður í Vogum á Vatnsleysuströnd sem sagði þetta við mig á einum af 32 fundum Samfylkingar í haust um húsnæðis og kjaramál. Mér fannst þetta vel orðað og hann sagðist nú treysta sér aftur til að kjósa Samfylkinguna því hann hefur séð okkur leiða breytingar þar sem við byrjuðum á okkur sjálfum. En nú er tími til breytinga við stjórn landsmála,“ sagði Kristrún.

Þingrof án samráðs

Einn fulltrúi frá hverjum þingflokki hélt tölu eftir tilkynningu forseta þingsins um þingrof. Almennt voru þetta formenn flokkanna en í stað Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, kom það í hlut Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknar, að tala fyrir hönd flokksins í dag. 

„Sjö ára samstarf er komið að leiðarlokum. Það var mat okkar í Framsókn að það hefði verið hægt að ná saman um mikilvæg mál og halda þessu samstarfi gangandi áfram. Sú ákvörðun Sjálfstæðisflokksins að slíta sjö ára samstarfi og óska eftir þingrofi var tekin einhliða og án samráðs við hina stjórnarflokkana,“ sagði hún. 

Ingibjörg benti á að ríkisstjórnin hafi ítrekað tekist á við óvæntar áskoranir. „Í öllum tilvikum tókst að leiða saman sérfræðinga og hagaðila og grípa til viðeigandi ráðstafana við einstakar aðstæður og landið er nú loksins farið að rísa og það er bjart fram undan. Verðbólgan er á niðurleið og vextir að lækka. En þetta er niðurstaðan og við í Framsókn horfum ekki um öxl. Við horfum fram á veginn. Við lítum til þeirra fjölmörgu tækifæra sem blasa við hér á Íslandi. Við erum full tilhlökkunar og hlökkum til samtals við kjósendur um öll þau góðu verk sem við höfum framkvæmt á kjörtímabilinu,“ sagði Ingibjörg. 

„Loksins yrði lokið lengsta dauðastríði nokkurrar ríkisstjórnar í íslenskri stjórnmálasögu“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
formaður Miðflokksins

Miðflokkurinn er næst stærsti flokkurinn, samkvæmt nýlegum fylgiskönnunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður hans sagði að ríkisstjórnarinnar yrði ekki saknað. „Loksins er því lokið, lengsta dauðastríði nokkurrar ríkisstjórnar í íslenskri stjórnmálasögu sem staðið hefur ekki bara undanfarna daga og vikur heldur undanfarin ár því að allt frá því að skjólinu sem Covid veitti þessari ríkisstjórn til að framlengja líf hennar lauk og við fórum aftur að ræða stjórnmál á Íslandi hefur blasað við betur og betur með hverri vikunni og hverjum mánuðinum að þetta var vonlaus ríkisstjórn,“ sagði hann. 

Og um ríkisstjórnina sagði Sigmundur Davíð ennfremur: „Hennar verður ekki saknað og þetta hefði auðvitað átt að gerast löngu fyrr því þótt mikið hafi verið talað um ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar, ágreining, þá má segja að þótt vont sé þeirra rifrildi var verri þeirra samstaða því það voru allt of mörg mál sem þessi ríkisstjórn náði saman um sem voru til óþurftar og við hefðum betur sloppið við. Þau náðu líka saman um að nýta ekki eða hindra mörg þeirra tækifæra sem hefði mátt líta á þessu kjörtímabili.“,

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stjórnarslit 2024

Lilja taldi skynsamlegast að kjósa eftir brotthvarf Katrínar
FréttirStjórnarslit 2024

Lilja taldi skyn­sam­leg­ast að kjósa eft­ir brott­hvarf Katrín­ar

„Hún er svo­lít­ið fram­sókn­ar­leg stund­um, hún Katrín,“ sagði Lilja Dögg Al­freðs­dótt­ir, vara­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, í þjóð­mála­þætt­in­um Pressu um það út­hald sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hafði er upp kom flók­in staða í stjórn­ar­sam­starf­inu. Brott­hvarf henn­ar hafi þýtt mikl­ar breyt­ing­ar.

Mest lesið

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
1
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Önnur vaxtalækkun Hadiu Helgu
3
Viðtal

Önn­ur vaxta­lækk­un Hadiu Helgu

Þeg­ar fjöl­skylda í Kópa­vogi tók á móti stúlku­barni í heim­inn í nóv­em­ber ár­ið 2020 voru nokkr­ir dag­ar í sein­ustu vaxta­lækk­un Seðla­bank­ans í hart­nær fjög­ur ár. Hadia Helga Ás­dís­ar­dótt­ir Virk á hag­fræði­mennt­aða for­eldra sem náðu að festa sögu­lega lága vexti til fimm ára þeg­ar hún var ein­ung­is mán­að­ar­göm­ul. Nú lækka vext­ir á ný. For­eldr­ar henn­ar búa sig samt und­ir skell að ári.
Kosið 30. nóvember - „Ekkert vandamál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðuneytunum“
5
Fréttir

Kos­ið 30. nóv­em­ber - „Ekk­ert vanda­mál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðu­neyt­un­um“

For­seti Ís­lands hef­ur fall­ist á beiðni for­sæt­is­ráð­herra um þingrof. Starfs­stjórn tek­ur við fram að kosn­ing­um sem fara fram 30. nóv­em­ber. Bjarni gaf ekki skýr svör um hvort ráð­herr­ar Vinstri grænna starfi í henni. Þá sagði Bjarni ekk­ert mál að leysa það ef ein­hverj­ir ráð­herr­ar vilja hætta strax. Hann ít­rek­aði þó að ráð­herr­ar hefðu rík­um skyld­um að gegna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
4
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
6
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
7
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
10
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
5
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
9
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár