Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Bjarni og Sigurður Ingi taka við ráðuneytum Vinstri grænna

Fram að kosn­ing­um mun Bjarni Bene­dikts­son leggja til við for­seta að hann muni stýra for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­inu og mat­væla­ráðu­neytnu. En Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son muni stýra fjár­mála­ráðu­neyt­inu og inn­viða­ráðu­neyt­inu. „Ég held að það sé nú dá­lít­ið út úr kú að tala um það að við í VG sé­um eitt­hvað ábyrgð­ar­laus,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir.

Bjarni og Sigurður Ingi taka við ráðuneytum Vinstri grænna
Ráðherrar Vinstri græn munu ekki taka þátt í starfsstjórn fram að kosningum. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson ætlar að leggja til við Höllu Tómasdóttur forseta að í starfstjórninni sem mun starfa fram að kosningum þann 30. nóvember taki formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við þeim ráðuneytum sem Vinstri græn stýrðu áður. 

Bjarni, sem þegar er forsætisráðherra, mun auk þess stýra félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og matvælaráðuneytinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun taka við stjórn innviðaráðuneytisins. Hann hefur reynslu af því ráðuneyti, en hann var ráðherra málaflokksins þangað til fyrr á þessu ári.

Ríkisráðsfundur vonandi á morgun

Bjarni segir ágætis sátt um þetta meðal þeirra flokka sem áfram sitja í starfstjórninni. Hann segist hafa lagt til á fundinum að farið væri fram á ríkisráðsfund. „Þá væri hægt á þeim fundi að staðfesta lausn þeirra ráðherra sem að láta af störfum.“ Hann segir að vonast væri eftir að slíkur fundur gæti farið fram á morgun.

Hvernig var stemningin á þessum fundi?

„Hún var bara svona eftir atvikum ágæt, þannig séð,“ segir Bjarni. „Við fórum yfir þingrofið og lausn ráðherra og þessa skiptingu.“ Starfsstjórnin hyggist halda fundi til að undirbúa tillögu fyrir þingið, sérstaklega vegna fjárlaganna.

Spurður af hverju formennirnir séu þeir sem taki við ráðuneytunum frá Vinstri grænum segir Bjarni að það sé vegna þess að þetta sé bráðabirgðaráðstöfun sem vonast sé til að vari ekki lengi. Fordæmi séu fyrir því að ráðherrar taki yfir ráðuneyti við slíkar aðstæður.

Aðspurður segir Bjarni telja það vel raunhæft að það takist að koma fjárlögum í gegnum þingið, þrátt fyrir að enginn starfandi meirihluti sé í þinginu lengur. „Þingið getur vel risið undir því hlutverki. Ég vil að það verði klárað og þá á svipuðum nótum og eins það liggur fyrir þinginu,“ segir hann.

FormaðurSvandís Svavarsdóttir gengur inn á síðasta fund ríkisstjórnarinnar.

Hafnar því að VG sýni ábyrgðarleysi

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir ákveðinn trúnaðarbrest hafa orðið og því hafi verið mikilvægt að stíga það skref að taka ekki þátt í starfstjórninni. Trúnaðarbresturinn hafi orðið á milli hennar sjálfrar og forsætisráðherra, hennar flokks og forystu ríkisstjórnarinnar.

„Ég held að það sé nú dálítið út úr kú að tala um það að við í VG séum eitthvað ábyrgðarlaus“
Svandís Svavarsdóttir

Hún vísar því á bug að ráðherrar VG séu að hlaupast undan ábyrgð með þessari ákvörðun. „Ég held að það sé nú dálítið út úr kú að tala um það að við í VG séum eitthvað ábyrgðarlaus. Við höfum setið í ríkisstjórn í sjö ár og áður í fjögur ár í samstarfi við Samfylkinguna. Ábyrgð hefur alltaf verið okkar hugsun númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Svandís.

„Þetta eru þáttaskil. Sjö ár er mjög langur tími í lífi, hvort sem er í pólítísku lífi eða í lífi manneskju,“ segir Svandís, spurð hvernig upplifun það sé að ganga út af sínum síðasta ríkisstjórnarfundi. Hún segist hafa lært margt og kynnst mörgum á sínum tíma í stjórninni.

Spurð hvort hún telji að sú atburðarás sem leiddi til þess að ríkisstjórnin féll hefði byrjað þegar Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi formaður VG og forsætisráðherra, hafi hætt í ríkisstjórninni í vor, svarar Svandís því neitandi.

„Nei, pólitískt á þetta miklu lengri aðdraganda. Þetta var strax ákveðin pólitísk nýsköpun 2017 og það er í raun og veru alveg fordæmalaust að samsteypustjórn þriggja flokka haldi svona lengi út. Það höfum við aldrei séð áður. Það er ekkert skrítið að það hafi reynt á samstarfið, og hafi oft gert það.“

Hún myndi ekki setja þáttaskilin nákvæmlega við þá breytingu að Katrín hvarf frá. „Það var ýmis konar togstreita sem var að safnast upp, getum við sagt.“ 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár