Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Bjarni mun biðjast lausnar – VG vill ekki vinna undir hans forsæti

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra mun biðj­ast lausn­ar fyr­ir sig og rík­is­stjórn­ina. Sam­starfs­flokk­arn­ir eru ekki til­bún­ir í áfram­hald­andi sam­starf fram að kosn­ing­um. Svandís Svavars­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, seg­ir sinn þing­flokk ekki vilja vinna með Bjarna sem for­sæt­is­ráð­herra.

Bjarni mun biðjast lausnar – VG vill ekki vinna undir hans forsæti
Farinn Bjarni sagði í kvöld að hann myndi biðjast lausnar. Mynd: Golli

Ekkert verður af því að ríkisstjórnin sitji saman fram að kosningum í krafti þingmeirihlutans. Bjarni Benediktsson ætlar að biðjast lausnar sem forsætisráðherra. Það felur í sér að starfsstjórn verði látin sitja fram að þingkosningum. Hvað það þýðir í raun virðast formenn flokkanna á þingi ekki allir sammála um. 

Þetta kom fram í beinni útsendingu Silfursins á RÚV, þar sem formenn allra flokka á Alþingi ræða saman. Bjarni tilkynnti þar að hann myndi biðjast lausnar frá embætti, þar sem ekki væri vilji á meðal samstarfsfólks að halda meirihlutasamstarfinu fram að kosningum.

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna og innviðaráðherra, sagði jafnframt að þingflokkur sinn hefði tekið ákvörðun um að vinna ekki í ríkisstjórn þar sem Bjarni væri forsætisráðherra. Óljóst er hvort það þýði að ráðherrar flokksins vilji ekki sitja í starfsstjórn en Svandís velti því upp í dag að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fjármálaráðherra, tæki við sem forsætisráðherra vikurnar fram að kosningum.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stjórnarslit 2024

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár