Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Lilja taldi skynsamlegast að kjósa eftir brotthvarf Katrínar

„Hún er svo­lít­ið fram­sókn­ar­leg stund­um, hún Katrín,“ sagði Lilja Dögg Al­freðs­dótt­ir, vara­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, í þjóð­mála­þætt­in­um Pressu um það út­hald sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hafði er upp kom flók­in staða í stjórn­ar­sam­starf­inu. Brott­hvarf henn­ar hafi þýtt mikl­ar breyt­ing­ar.

Varaformaður Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, var til viðtals í Pressu í dag.

Er Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, yfirgaf svið stjórnmálanna í vor til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, lagði varaformaður Framsóknarflokksins það til að skynsamlegast væri að „reyna að kjósa eins fljótt og við mögulega gætum“. 

Þetta upplýsti varaformaðurinn og menningar- og viðskiptaráðherrann, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, í þjóðmálaþættinum Pressu sem sendur var út á Heimildinni í dag. Lilja sagðist hafa lagt þetta til vitandi að brotthvarf Katrínar, sem hafi leitt ríkisstjórnina, myndi hafa breytingar í för með sér. 

„Hún er svolítið framsóknarleg stundum, hún Katrín,“ sagði Lilja, „hún var góð í því að … það var kannski bara flókin staða, og hún var bara að vinna í því þar til það kom einhver lausn. Og það er það sem verður að gera í stjórnmálum, sérstaklega í samsteypustjórnum.“ 

Lagðir þú þá til í vor að það yrði kosið? Að þetta ríkisstjórnarsamstarf yrði látið sigla sinn sjó?

„Ja, ég nefndi það, að ef það væri hægt þá væri það líklega farsælast vegna þess að það er þannig að þegar forsætisráðherra fer af vettvangi að það breytist auðvitað mjög mikið. Það var hins vegar niðurstaðan að þessir þrír flokkar myndu setjast niður. Við lögðum mikla áherslu á það í Framsókn, af því að við erum ábyrg og lausnamiðuð, að við myndum klára þetta kjörtímabil.“

Lagt hafi verið upp með nokkur forgangsmál, fyrst og fremst efnahagsmálin en einnig útlendinga- og orkumál, og stefnt hafi verið að því að vinna að þeim til loka tímabilsins. „Ég er enn þeirrar skoðunar að það hefði verið farsælast“ sagði Lilja og hélt svo áfram: „En ég nenni ekki að vera hér að tala í þáskildagatíð. Af því að núna horfir maður bara fram á veginn.“

Sumt hafi gengið vel í stjórnarsamstarfinu. Annað ekki eins vel. Ákvörðun Bjarna Benediktsson formanns Sjálfstæðisflokksins um stjórnarslit liggi fyrir. „Þetta er niðurstaðan. Og svo bara: Áfram.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stjórnarslit 2024

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár