Styðja þingrof og kosningar sem fyrst

For­menn Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar vilja báð­ar kosn­ing­ar sem fyrst, og styðja að þing verði rof­ið. Kristrún Frosta­dótt­ir seg­ist op­in fyr­ir starfs­stjórn en mik­il­vægt sé að flýta sér hægt. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir sér hins veg­ar ekk­ert óeðli­legt við að rík­is­stjórn­in sitji fram að kosn­ing­um.

Styðja þingrof og kosningar sem fyrst
Kristrún Frostadóttir var fyrst formanna þingflokkanna til að funda með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands. Mynd: Golli

„Við í Samfylkingunni viljum kosningar sem fyrst og styðjum það að þing verði rofið. En það skiptir máli líka hvernig hlutirnir eru gerðir, við þurfum að flýta okkur hægt í þessari stöðu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, eftir fund sinn með forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur. 

Halla tók í morgun á móti Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, á Bessastöðum sem kom til hennar með þá formlegu beiðni um að rjúfa þing. Því næst hófust fundir Höllu með formönnum annarra flokka á þingi, og fyrsti fundurinn var með Kristrúnu. Þeir fundir fóru fram á skrifstofum embættisins á Sóleyjargötu. 

Starfsstjórn enn á umræðustigi

Í samtali við blaðamenn benti Kristrún á að forsætisráðherra hafi enn ekki beðist lausnar fyrir ríkisstjórnina „og það þarf að ræða þann möguleika hvort eðlilegra sé að setja á starfsstjórn í þessari stöðu, en þetta er eitthvað sem ennþá til umræðu á þessum tímapunkti og ekkert meira um það að segja núna.“ Kristrún sagðist hafa gert forseta grein fyrir þessari skoðun sinni. „Þetta er ennþá allt til umræðu. Þetta eru mikil tækifæri núna fyrir þjóðina að fylkja sér á bak við stórhuga stjórnmál og jákvæð stjórnmál, við viljum þingrof en næstu dagar skipta máli, formið skiptir máli og ég gerði forseta grein fyrir því.“

Bjarni gagnrýndi Kristrúnu nýverið, sagði að hún vildi hærri skatta, stærra ríki og millifærslur. Spurð um þetta sagði hún við blaðamenn: „Við munum koma fram með okkar áherslur sem fyrst, fólk veit alveg hvar Samfylkingin stendur með ábyrga efnahagsstjórn og sterka velferð, en auðvitað öfluga verðmætasköpun líka, við munum án efa takast á, á næstu vikum, en ég hlakka bara til þess,“ segir Kristrún og vísar þar til væntanlegra átaka við núverandi forsætisráðherra. 

Hissa á miklum ágreiningi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kom næst formanna á fund forseta. Hún ræddi við blaðamenn áður en hún hitti Höllu. 

Þorgerður sagði að hennar skilaboð til forseta væru að það þyrfti að kjósa sem fyrst, og að ekkert óeðlilegt sé að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum - slíkt hafi gerst áður. „En það er skrýtið að sjá hvað það er mikill ágreiningur, þeirra er ábyrgðin og þeir verða að axla sína ábyrgð en ekki vera með ólund í garð hvers annars, sem síðan bitnar á þjóðinni,“ sagði hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stjórnarslit 2024

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Byggjum við af gæðum?
6
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
2
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár