Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Konur deyja úr kynferðisofbeldi

Töl­fræð­in um al­gengi kyn­bund­is of­beld­is á Ís­landi er sú sama og í öðr­um vest­ræn­um lönd­um. Tíðni kven­morða er sú sama og í mörg­un öðr­um vest­ræn­um lönd­um sem Ís­lend­ing­ar eiga að standa fram­ar þeg­ar það kem­ur að jafn­rétti. Þetta kom fram í er­indi Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur, stjórn­ar­konu Öfga, á kerta­vöku til minn­ing­ar um kon­ur sem hafa lát­ið líf­ið vegna kyn­ferð­isof­beld­is.

Konur deyja úr kynferðisofbeldi
Kveikt á friðarkertum Við kertavöku til minningar um konur sem látið hafa lífið vegna kynferðisofbeldis fluttu baráttukonur og aðstandendur brotaþola erindi. Vakan hófst við Kvennaskólann og þaðan var gengið að Reykjavíkurtjörn þar sem kveikt var á friðarkertum. Mynd: Golli

„Konur deyja úr kynferðisofbeldi og líf kvenna verður verra vegna kynferðisofbeldis. Þetta vitum við en samt ekki,“ sagði Drífa Snædal, talskona Stígamóta, við kertavöku til minningar um konur sem látið hafa lífið vegna kynferðisofbeldis, og haldin var á miðvikudag. 

„Við höfum þulið upp afleiðingar kynferðisofbeldis árum saman. Kvíði, skömm, léleg sjálfsmynd, depurð, sektarkennd, svipmyndir og svo mætti lengi telja. Listi afleiðinga þeirra sem leita til Stígamóta er eins ár eftir ár. Þetta eru ekki tilviljanakenndar afleiðingar heldur margsannaðar. Tæpur þriðjungur kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og það áfall er líklegt til að orsaka áfallastreitu umfram önnur áföll. Áfallastreita í kjölfar kynferðislegs ofbeldis er álíka og eftir stríðsátök,“ sagði Drífa í erindi sínu.

Bakslagið sest í taugakerfið

Öfgar og Hagsmunasamtök brotaþola stóðu að kertavökunni. Hún hófst fyrir framan Kvennaskólann á miðvikudagskvöld þar sem flutt voru minningarorð frá aðgerðasinnum og aðstandendum brotaþola. Frá Kvennaskólanum var síðan gengið að Reykjavíkurtjörn þar sem kveikt var á friðarkertum sem lögð voru meðfram tjörninni. „Kveikjan að samstarfinu var vitundarvakning um afleiðingar sem kynbundið ofbeldi getur haft í för með sér. Á hverju ári missa konur og stúlkur líf sitt í kjölfar ofbeldis og viljum við heiðra minningu þeirra,“ segir í tilkynningu frá Öfgum og Hagsmunasamtökum brotaþola vegna viðburðarins.

Ólöf Tara Harðardóttir, stjórnarkona Öfga, sagði kertavökuna ekki síst vera haldna „til að minna okkur á að við eigum enn langt í land, við megum ekki sofna á verðinum, við þurfum reglulega að þjappa samstöðuna og hughreysta hvert annað. Eðlilega hvort sem við erum þolendur, aðstandendur eða brjálað baráttufólk þá sest allt bakslag í baráttunni í taugakerfið okkar, árið 2024 hefur verið eitt stórt fokking bakslag. Þess vegna er svo mikilvægt að við stöndum hér saman í dag,“ sagði hún. 

BBC gerir heimildamynd

BBC var á staðnum og mun myndefni Kertavökunnar vera nýtt í heimildarmynd um stöðu kvenna á Íslandi. „Þau eru hér á Íslandi til þess að taka upp heimildarmynd um jafnrétti á Íslandi, því Ísland hefur á erlendri grundu verið kynnt sem feminísk paradís, sem eitt öruggasta land í heimi. En fyrir hvern er Ísland öruggt? Tölfræðin um algengi  kynbundis ofbeldis á Íslandi er sú sama og í öðrum vestrænum löndum. Tíðni kvenmorða er sú sama og í mörgun öðrum vestrænum löndum sem við eigum að standa framar þegar það kemur að jafnrétti. Þögla hlutann hér þarf að segja upphátt, Ísland er eitt öruggasta land í heimi, nema að þú sért kona. Það eitt og sér segir okkur að stjórnvöld líta ekki á kynbundið ofbeldi þeim alvarlegu augum sem það er. Faraldur sem ógnar lífi og heilsu kvenna og stúlkna,“ sagði Ólöf Tara enn fremur. 

„Ísland er eitt öruggasta land í heimi, nema að þú sért kona“
Ólöf Tara

Hún benti á að samkvæmt íslenskri rannsókn sem birt var árið 2021 sé meirihluti kvenna sem leggst inn á Landspítalann vegna heimilisofbeldis útskrifaðar aftur heim. „Í umræddri rannsókn kom fram að  8% kvennanna höfðu erlent ríkisfang, meðallegutími þeirra voru 20 dagar, í nokkrum tilfellum var legutími 100 dagar og lengst 267 dagar. Í meirihluta tilvika var gerandi núverandi maki,  í 24% tilvika var gerandi fyrrum maki.  14% kvennanna í úrtakinu eru nú látnar og var meðalaldur þeirra 52 ár. Að meðaltali voru liðin 2,7 ár frá því þær höfðu legið inni á Landspítala vegna heimilisofbeldis þegar þær létust. Það má því segja að það sé tímaspursmál hvort þolendur lifi af ofbeldið þegar alvarleikastig ofbeldisins er orðið slíkt að þolandi leitar til heilbrigðisstofnana vegna áverka sinna,“ sagði Ólöf Tara. 

Stef þeirra sem beita konur ofbeldi

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks, var einnig meðal þeirra sem héldu erindi á kertavökunni. Hún sagði það þyngra en tárum taki að hugsa til allra þeirra kvenna og fólks sem látið hafa lífið vegna afleiðinga kynferðisofbeldis. „Mér finnst í því samhengi vert að nefna sérstaklega hinsegin konur, en við sem hópur erum gríðarlega útsettar fyrir ofbeldi af þessu tagi. Sem trans kona og þolandi þá þekki ég á eigin skinni hvernig það ofbeldi tekur á sig mjög ákveðna mynd – en ég hef ekki orðið fyrir ofbeldi einfaldlega vegna þess að ég er hinsegin eða kona, heldur oft vegna beggja þátta saman – og ofbeldið eftir því.“

„Sem trans kona og þolandi þá þekki ég á eigin skinni hvernig það ofbeldi tekur á sig mjög ákveðna mynd“
Ugla Stefanía

Þá sagði Ugla Stefanía að nær allar hinsegin konur, og stór hluti hinsegin fólks, sem hún þekkir hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni þar sem hinseginleiki þeirra sé notaður sem réttlæting fyrir ofbeldinu. Hún benti á að trans konur verði sömuleiðis fyrir kynferðisofbeldi í auknum mæli „þar sem ofbeldið er réttlætt með því að enginn muni geta elskað trans konur eða trans fólk, og við eigum bara að vera þakklátar fyrir þá athygli sem okkur er veitt – jafnvel þó að sú athyglisé kynferðisofbeldi. Þetta er títt stef þeirra sem beita konur ofbeldi sem ég veit að við könnumst öll við, en gerendur reyna að brjóta niður sjálfstraust og sjálfsmynd þolenda sinna. Það ætti því að vera öllum ljóst að baráttan gegn kynferðisofbeldi er baráttan okkar allra,“ sagði hún. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár