„Þetta hefur tekið á, að fylgjast með þessu,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, um liðið ár á Gaza. „Auðvitað eru einhverjir sérfræðingar í alþjóðamálum sem hefðu getað séð fyrir hluta af afleiðingum árásarinnar 7. október og að þetta hefði getað stigmagnast með þessum hætti, en ég tel að fæstir hafi talið að við yrðum í þessari stöðu eftir ár. Við erum að horfa upp á miklu stærri þróun og áhrif á svæðið allt í kjölfarið á þessu,“ segir hún.
Aðspurð segir hún að þróun mála hafi „tvímælalaust“ haft áhrif á stjórnmálin á Íslandi. „Þótt við séum fjarri þessum hörmungum og margir upplifi máttleysi og við sjáum fréttir af linnulausum árásum og afleiðingum þeirra, þá erum við minnt á mikilvægi þess að við beitum áhrifum okkar og rödd á alþjóðasviðinu,“ segir Kristrún. Það skipti máli hvernig Ísland gangi fram á alþjóðasviðinu, eins og áhrif viðurkenningar landsins á sjálfstæði Eystrasaltslandanna sanni.
„Utanríkismál …
Athugasemdir