Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni um símtal Guðmundar: „Í allan stað mjög óeðlilegt“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra seg­ir það í all­an stað mjög óeðli­legt að Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, hafi hringt í rík­is­lög­reglu­stjóra í tengsl­um við brott­vís­un ell­efu ára hæl­is­leit­anda frá Palestínu.

Bjarni um símtal Guðmundar: „Í allan stað mjög óeðlilegt“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það „í hæsta máta mjög óeðlilegt“ að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi hringt í ríkislögreglustjóra í tengslum við brottflutning Yazan Tamimi, ellefu ára hælisleitandi frá Palestínu, frá Íslandi. 

Hringdi beintGuðmundur Ingi hringdi beint í ríkislögreglustjóra til að fá brottvísun Yasans frestað.

„Hvað varðar reglurnar sem við höfum sett um þessi efni er alveg ljóst að félagsmálaráðherra hefur ekkert boðvald yfir ríkislögreglustjóra en hann hefur hins vegar með málefni fatlaðra að gera og það eru skjólstæðingar hjá ráðherra sem hann vill ganga úr skugga um að njóti þess réttar sem lög og reglur kveða á um,“ sagði Bjarni um málið í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 

Tveir þingmenn spurðu Bjarna út í málið á þinginu en Spegillinn á RÚV greindi í gærkvöldi frá samskiptum ráðherra við ríkislögreglustjóra í tengslum við brottflutninginn.

Yasan hafði, að kvöldi sunnudagsins 15. september, verið sóttur inn á Landspítalann þar sem vísa átti honum og fjölskyldu hans úr landi. Þegar ráðherrar Vinstri grænna fréttu af aðgerðunum hringdi Guðmundur Ingi beint í ríkislögreglustjóra, sem síðan reyndi ítrekað að hafa samband við yfirmann sinn, Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra.

Á þinginu í morgun sagðist Bjarni skilja það sem svo að Guðmundur Ingi hafi viljað gæta að öllum þeim réttindum sem fólk í viðkvæmri stöðu getur, við þær aðstæður sem þarna eru uppi, en Yasan er með vöðvarýrunarsjúkdóminn Duchenne og notast við hjólastól. 

Yasan haldiðEftir að hafa verið sóttur á Landspítalann voru Yasan og fjölskylda hans látin dúsa á Keflavíkurflugvelli á meðan ráðherrar ræddu um hvort fresta ætti brottvísun hans.

„Mér finnst það hins vegar, ég verð að segja það, í allan stað mjög óeðlilegt að ráðherrann hringi beint í undirmann annars ráðherra. Hérna þarf maður þá að horfa til þess að dómsmálaráðherra var væntanlega enn þá steinsofandi á þessum tímapunkti, enda mjög árla morguns þegar þetta gerist,“ sagði Bjarni og vísaði annars á Guðmund Inga sjálfan. 

Stöðvun brottflutningsins varð til þess að ríkinu tókst ekki að vísa Yasan og fjölskyldu hans úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Reglugerðin heimilar stjórnvöldum að vísa fólki til þess Evrópuríkis sem var fyrsti viðkomustaður þess innan álfunnar.

Það þýddi að íslensk stjórnvöld þurftu að taka umsókn þeirra til efnislegrar meðferðar. Eftir slíka meðferð fengu þau öll alþjóðlega vernd á Íslandi og dvalarleyfi til tveggja ára. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Var þetta ástæða Bjarna að slíta stjórnarsamstarfinu?
    Mér þykir mjög eðlilegt að ráðherra sem er æðsti yfirmaður félagsmála ræði við æðsta yfirmann lögreglunnar þegar um er að ræða mál sem þetta. Sé það mikilvægt fyrir forsætisráðherra að hrekja fatlaðan einstakling úr landi sem er auk þess barn, þá er mjög áleitin spurning um hugarfar forsætisráðherra. Er hann gjörsamlega hjartalaus og kaldrifjaður gagnvart þeim sem stendur höllum fæti í samfélaginu? Er hann kannski jafnvel siðlaus í þokkabót?
    Það virtist skipta Bjarna Benediktsson mjög mikið að selja ríkiseignir á undirverði. Nú hefur verið reynt að koma í veg fyrir það eða alla vega hægja á slíkri gjafasölu.
    En gagnvart þeim einstaklingi sem stendur á krossgötum í lífinu þykir þessum ráðamanni sjálfsagt að beita hörku og koma í meiri vandræði en hann er þegar í.
    Og þegar annar ráðamaður vill koma viðkomandi til aðstoðar, þá er tekin ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfinu! Mér finnst Guðmundur Ingi hafi gert rétt jafnvel þó að æðsti yfirmaður lögreglunnar hafi verið vakinn um miðja nótt. Það var verið að fremja mannréttindabrot í skjóli nætur.
    Hvar er miskunnsami samverjinn í okkar samfélagi?
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Jæja, aumingja dómsmálaráðherrann var steinsofandi. En lögreglunni sem undir hana heyrir fannst í lagi, að sækja barn um hánóttu úr spítala.
    Þetta mál finnst mér allt hið skammarlegasta fyrir lögregluna, útlendingastofnun og dómsmálaráðherrann.
    Guðmundur Ingi fylgdi samvisku sinni og fyrir það ber ég virðingi.
    2
  • Hadla Helgadottir skrifaði
    Jæja? Allt sem á undan hafði gengið í þessu máli var í hæsta máta óeðlilegt... bara ofbeldi!
    1
  • Birgit Braun skrifaði
    "Yasan hafði, að kvöldi sunnudagsins 15. september, verið sóttur inn á Landspítalann þar sem vísa átti honum og fjölskyldu hans úr landi." Sjúklingur sem sagt sóttur um miðja nótt?? inn á LSH til að vísa honum og fjölskyldunni beint á flugvöll? Ég ber skilning og virðingu fyrir því að Guðmundur skyldi þora að trufla morgunsvefn ríkislögreglustjórans og lýsa áhyggjum sínum á þessum framkvæmdum!
    5
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Hérna þarf maður þá að horfa til þess að dómsmálaráðherra var væntanlega enn þá steinsofandi á þessum tímapunkti, enda mjög árla morguns þegar þetta gerist,“
    "Ráðherra á aldrei frí" sagði Margret Thatcher. Hér hafa ráðherrar sína hentisemi. Mæta bara eins og venjulegt skrifstofufólk enda landinu ílla stjórnað.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár