„Móðir mín, faðir, bróðir og börnin hans eru öll í Egyptalandi. Ég hjálpa þeim með lyf og leigu. Það er erfitt fyrir mig. Það er allt dýrt.“
Þetta segir Omar Alhaw, tæplega fertugur fjölskyldufaðir, sem flúði með Halimu, eiginkonu sinni, og dóttur þeirra frá Gaza árið 2018. Dóttirin var þá aðeins sex mánaða gömul.
Fjölskyldan var í þrjú ár á leiðinni til landsins. Þau fóru frá Gaza til Egyptalands, þá til Tyrklands og á ólöglegum bát til Grikklands. Síðan komust þau til Brussel í Belgíu og þaðan til Íslands. Halima missti tvö börn á leiðinni. „En svo kom hann,“ segir Omar og hossar Abdullah syni sínum brosandi. Dóttirin er rétt hjá, skriðin upp í kerru litla bróður síns.
Spurður hvernig honum finnist að búa á Íslandi segist Omar elska það. „Það er miklu öruggara hér.“ Hann segist hafa fengið vinnu en þykir nokkuð dýrt að búa hér á landi. Þá …
Athugasemdir